IC-Menningarnæmi-í-menntun-1920x1190-2.jpg

Menningarnæmi í menntun

Höfði friðarsetur

Alþjóðlegir fólksflutningar hafa leitt af sér hnattvæðingu menntunar. Aukinn fjöldi innflytjenda sem og flóttafólks hefur leitt til meiri samskipta milli fólks með mismunandi menningarlegan bakgrunn sem eykur líkur á menningarlegum árekstrum. Í dag standa öll skólastig frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga þjónustu sína að sífellt fjölbreyttari nemendahópum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að starfsfólk á öllum skólastigum tileinki sér menningarnæmi, veiti nemendum skilning og virðingu og geti aðlagað þjónustu sína þegar þeir vinna með nemendum og foreldrum með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn.

Markmið þessa verkefnis var að búa til námskeið í menningarfærni þegar kemur að kennslu, en á námskeiðinu er lögð áhersla á að veita nemandanum frekari skilning á mismunandi sjálfsmyndum og menningu og hvernig hægt er að yfirfæra þann skilning á eigin menningu og samfélag.

Námskeiðið er hluti af verkefni sem styrkt er af Nordplus Horizontal og er leitt af Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Hönnu Ragnarsdóttur, prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands. Að þróun námskeiðsins koma einnig fræðimenn frá Háskólanum í Osló, Háskólanum í Gautaborg, Háskólanum í Helsinki, Álaborgarháskóla og RISEBA Háskóla í Riga, auk sérfræðinga frá sveitarfélögunum Reykjavík, Helsinki, Gautaborg og Osló.

Fríða.jpg

Verkefnið var styrkt af Nordplus Horizontal og stóð yfir í þrjú ár, en markmiðið var að búa til tengslanet fræðimanna og sérfræðinga frá sveitarfélögum sem vinna að málefnum tengdum fólksflutningum, innflytjendum, fjölmenningu og menntun. Í gegnum verkefnið unnu fræðimenn og sérfræðingar náið saman og gátu þannig deilt reynslu og vitneskju á málaflokknum. Lokaafurð verkefnisins var frítt netnámskeið um menningarnæmi í menntun sem nýtist kennurum á öllum skólastigum. Á námskeiðinu lærir nemandin að vinna með nemendum með ólíkan menningarlegan bakgrunn og fjölbreyttar sjálfsmyndir á skilvirkan hátt til að tryggja að allir nemendur upplifi sig sem hluta af skólasamfélaginu.

Viltu vita meira um námskeiðið

Hvað muntu læra?

Í lok þessa námskeiðs ættir þú að hafa betri skilning á mikilvægi menningarnæmis í kennslu og aukið menningarfærni þína með því að; læra hagnýtar leiðir til að nýta möguleika ólíkrar menningar til lausnaleitar og innblásturs, hvernig vinna á með fjölbreyttar sjálfsmyndir á sanngjarnan hátt og hvernig hægt er að auka virðingu fyrir ólíkum tungumálum og menningu og þannig búa til sanngjarnara skólasamfélag.

Netkúrsinn Intercultural Competency in Education er eitt af námskeiðum UIcelandX á alþjóðlega kennsluvefnum edX.org sem stofnaður var af Harvard og MIT. UIcelandX er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og edX um gerð og rekstur opinna netnámskeiða. Nú þegar hafa 3500 nemendur nýtt sér kúrsinn frá 120 mismunandi löndum. Ef þú vilt bætast í hópinn,ýttu hér til að fara beint á heimasíðu námskeiðsins.

Sponsored by Nordplus Horizontal