The Imagine Forum: Nordic Solidarity for Peace
Norræn samstaða um frið
Friðarsetur Höfða í Reykjavík býður sinnar árlegu ráðstefnu í Hörpu dagana 10-11.október 2023 undir yfirskriftinni „Norræn samstaða um frið“ til að ræða framtíðarsýn Norðurlanda um sjálfbæran frið. En í ár mun ráðstefnan vera veigameiri en fyrri ár þar sem hún er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni
Ráðstefnan leiðir saman skapandi hugsuði af ólíkum kynslóðum til að ræða eflingu norræns samstarfs í þágu friðar.
Friður hefur ríkt á milli Norðurlandanna í meira en 200 ár en samstarf Norðurlandanna á rætur sínar í sameiginlegum markmiðum ríkjanna um sjálfbær lýðræðis-og velferðarsamfélög. Norðurlöndin hafa í gegnum tíðina leitast við að finna friðsælar lausnir á sínum deilumálum í samtali og samvinnu og unnið í sameiningu að því að tryggja norræn gildis.s.lýðræði jafnrétti og mannréttindi á alþjóðavettvangi. Gildi sem öll eru undirstaða sjálfbærs friðar. Í tengslum við breytta heimsmynd á alþjóðavettvangi, sér í lagi í tengslum við innrás Rússlands í Úkraínu hefur umræða um frið, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála, sjaldan verið mikilvægari. Afleiðingar loftslagsbreytinga geta einnig leitt til ófriðar og átaka og því er mikilvægt að Norðurlöndin vinni saman að því að setja loftslagsmálin á dagskrá með afgerandi hætti. Norðurlöndin geta og eiga að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið, friðaruppbyggingu og afvopnun á alþjóðavettvangi byggt á reynslu þeirra af samvinnu í þágu friðar.
Komdu og taktu þátt í umræðunni um hlutverk Norðurlandanna þegar kemur að sjálfbærum friði.
Dagskrá ráðstefnunnar verður birt síðar og opnað verður fyrir skráningu fljótlega.