viðey

The Imagine Forum: Norræn samstaða um frið

Höfði friðarsetur

Umræðan um frið, afvopnun og friðsamlega lausn deilna hefur sjaldan verið mikilvægari. Friður er forsenda velferðar, jafnréttis, umhverfisverndar og félagslegs stöðugleika. Höfði friðarsetur í samstarfi við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni býður þér að taka þátt í friðarráðstefnunni The Imagine Forum: Nordic Solidarity for Peace í Hörpu dagana 10-11.október 2023 þar sem rætt verður um framtíðarsýn Norðurlanda um sjálfbæran frið.

Skráning og dagskrá

Skráning á ráðstefnuna fer fram hér

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér

Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2023 mun huga sérstaklega að mikilvægi friðar sem forsendu velferðar, mannréttinda og umhverfisverndar. Markmið Imagine ráðstefnunnar í Reykjavík er að leiða saman öflugan hóp skapandi hugsuða til að taka þátt í samtali milli kynslóða um hvernig við getum eflt norrænt samstarf í þágu friðar.

Í gegnum tíðina hafa Norðurlöndin leitast við að finna friðsamlegar lausnir á deilumálum sínum með samræðum og samvinnu og hafa unnið saman á alþjóðavettvangi til að tryggja að norræn gildi eins og lýðræði, jafnrétti og mannréttindi séu höfð að leiðarljósi. En friður er forsenda þess að hægt sé að rækta og standa vörð um þessi gildi.

Friður er verðmætasta eign ríkja enda forsenda velferðar, öflugrar mannréttindavörslu, jafnréttis og félagslegs stöðugleika. Almennt er litið svo á að fátækt og átök séu samtengd og því er einnig mikilvægt að takast á við efnahagslegar orsakir átaka, taka á ójöfnuði og byggja upp skilvirk og sanngjörn samfélög án aðgreiningar. Norðurlöndin eru talsmenn þess að alþjóðasamvinna sé skilvirkasta leiðin til að takast á við þær alþjóðlegu öryggisáskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Loftslagsváin, ein stærsta áskorun okkar tíma, er ein af þeim, en friður er forsenda þess að samfélög geti unnið saman að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Mikilvægt er að Norðurlöndin leggist á eitt um að tryggja þessi sameiginlegu norrænu gildi og setji loftslagsmál á dagskrá með afgerandi hætti á alþjóðavettvangi.

Umræðan um frið, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála hefur sjaldan verið mikilvægari. Norðurlöndin geta og eiga að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið, friðaruppbyggingu og afvopnun á alþjóðavettvangi.

Komdu og taktu þátt í umræðunni um framtíðarsýn Norðurlandanna í friðarmálum

shutterstock_785456305

Imagine_Forum_2023_logo_lina