Snjallræði-2020-1920x1080.jpg

Snjallræði

Höfði friðarsetur

„Þetta snýst um að beita hönnunarhugsun í nýsköpun og hanna sprotafyrirtæki sem huga betur að þörfum fólks og umhverfisins alls.“ - Svafa Grönfeldt, ein af stofnendum MIT designX í Boston og leiðbeinandi og fulltrúi úr ráðgjafaráði Snjallræðis.

Hvað er Snjallræði?

Snjallræði er viðskiptahraðall sem byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem óskað er eftir lausnum við samfélagslegum áskorunum.

  • Fyrir frumkvöðla sem vilja leiða mikilvægar samfélagslegar breytingar
  • Snýst um að hanna sprotafyrirtæki sem huga betur að þörfum fólks og umhverfisins
  • Byggir á aðferðafræði MIT designX
  • Opið fyrir umsóknir til 17. janúar n.k.
  • Hvert teymi hlýtur 500.000 kr. styrk til þess að þróa hugmyndina áfram

Allt að átta frumkvöðlateymi verða valin til þátttöku í Snjallræði, átta vikna viðskiptahraðli sem einblínir á samfélagslegar lausnir og hefur göngu sína þann 1. febrúar á næsta ári. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn sem fer nú fram í þriðja sinn, en hægt er að sækja um þátttöku á vefsíðunni snjallraedi.is fram til 17. janúar n.k.

Snjallræði er ætlað að styðja við samfélagslegar lausnir og frumkvöðlastarfsemi sem byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu og vellíðan, bættu menntakerfi, endurnýtanlegri orku, samgöngumálum og matarsóun, svo dæmi séu tekin.

Hvað fá teymin út úr hraðlinum?

Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði samfélagsmála og nýsköpunar og fundi með fjölda leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Þau fá 500.000 styrk til þess að þróa verkefnið áfram og aðstöðu í Grósku, suðupotti nýsköpunar í Vatnsmýrinni.

Byggir á hugmyndafræði MIT designX

Hverjir koma að verkefninu?

Að verkefninu koma sérfræðingar frá MIT designX, Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Að verkefninu stendur Höfði friðarsetur en auk háskólanna eru samstarfsaðilar Reykjavíkurborg, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, Össur, Deloitte, Marel og Landsvirkjun. Framkvæmd verkefnisins er unnin í samstarfi við Icelandic Startups.

Mikilvægt tækifæri

DSC_6834.jpg

Kristín I. Pálsdóttir, stofnandi Rótarinnar og fyrrum þátttakandi Snjallræðis:

„Snjallræði reyndist okkur mikilvægt tækifæri til að þróa áfram verkefni okkar, Ástuhús, þar sem konur finna styrk sinn. Stuðningurinn og leiðsögnin var fjölbreytt og mikilvæg og ekki síst hlutur sérfræðinga MIT desginX. Snjallræði gaf okkur góðan byr í seglin.“