CMC-19-mynd-1920x830-hrein

CMC-19

Rannsóknasetur um smáríki

COVID-19 heimsfaraldurinn einkenndist af gríðarlega flóknum úrlausnarefnum. Faraldurinn ógnaði grunnstoðum og gildum nútímasamfélaga þar sem leiðtogar ríkja þurftu að taka afdrifaríkar ákvarðanir undir mikilli óvissu og álagi. Þetta rannsóknarverkefni mun leiða saman norræna fræðimenn á sviði áfallastjórnunar sem munu greina og meta stefnumótun og viðbrögð Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur við COVID-19 faraldrinum og deila reynslu og góðum starfsháttum milli landanna. Markmið verkefnisins er að styrkja viðnámsþrótt og samhæfingargetu innan og milli Norðurlandanna þegar kemur að áfallastjórnun.

Áfallastjórnun í COVID-19 faraldrinum: Stjórnarhættir og leiðtogahæfni

COVID-19 heimsfaraldurinn einkenndist af gríðarlega flóknum úrlausnarefnum. Faraldurinn ógnaði grunnstoðum og gildum nútímasamfélaga þar sem leiðtogar ríkja þurftu að taka afdrifaríkar ákvarðanir undir mikilli óvissu og álagi. Þetta rannsóknarverkefni mun leiða saman norræna fræðimenn á sviði áfallastjórnunar sem munu greina og meta stefnumótun og viðbrögð Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur við COVID-19 faraldrinum og deila reynslu og góðum starfsháttum milli landanna. Markmið verkefnisins er að styrkja viðnámsþrótt og samhæfingargetu innan og milli Norðurlandanna þegar kemur að áfallastjórnun. Samstarfshópurinn mun notast við alþjóðlegan rannsóknaramma sem þróaður hefur verið til að greina ákvarðanatöku og stefnumótun í áfallastjórnun við erfiðar aðstæður. Norðurlöndin eru ólík að stærð og býður það uppá tækifæri til að rannsaka og meta að hvaða leyti stærð stjórnsýslu og stjórnkerfis ríkjanna hefur áhrif á viðbrögð þeirra við áföllum. Rannsóknir sýna að það er grundvallarmunur á virkni og starfsemi stjórnsýslu í litlum og stórum ríkjum – munur sem hefur fram til þessa lítið sem ekkert verið rannsakaður með tilliti til áfallastjórnunar. Ólíkar nálganir Norðurlandanna við faraldrinum – landa sem eru menningar- og stjórnarfarslega mjög svipuð – býr til einstakan vettvang til að rannsaka þær áfallstjórnunaraðferðir sem ríkin beittu og árangur þeirra.

Styrkveitandi verkefnis