Kristmundur Þór Ólafsson

Kristmundur Þór Ólafsson

Sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetri um norðurslóðir
Sími: 525 4908

Kristmundur Þór Ólafsson er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetri um norðurslóðir. Kristmundur gekk til liðs við stofnunina í apríl 2023 en hóf störf hjá Háskóla íslands árið 2019 hjá sameiginlegri Verkefnastofu háskólans við utanumhald alþjóðlegra rannsóknarverkefna og stuðning við umsóknagerð í samkeppnissjóði.

Kristmundur hefur víðtæka reynslu af alþjóðasamskiptum en hann starfaði sem sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís á árunum 2013-2019 og fyrir utanríkisráðuneytið á árunum 2011-2013 við aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið.

Kristmundur er með B.A. í heimspeki og M.A í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og alþjóðlega vottun í Verkefnastjórnun. Kristmundur hefur komið að kennslu á sviði alþjóðasamskipta og birt nokkrar fræðigreinar sem tengjast svæðasamvinnu, öryggismálum, Norrænni samvinnu og málefnum Norðurslóða.