Alþjóðasamvinna-á-krossgötum-1640x924

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Auðarsal, Veröld - húsi Vigdísar miðvikudaginn 19. apríl frá klukkan 10:00 – 17:00.

Hlekk að streymi má nálgast hér
Skráning

Öll eru velkomin - Skráning fer fram hér!

Dagskrá

10:00 - 10:10 Setning ráðstefnu
Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

10:10 - 10:20 Opnunarávarp
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra

10:20 – 11:15 Stríð í Evrópu: Norræn samvinna í breyttu öryggisumhverfi

Jakob Hallgren, forstöðumaður sænsku alþjóðamálstofnunarinnar (UI), Kristin Haugevik, sérfræðingur hjá norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI), Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands (IIA), Samu Paukkunen, aðstoðarforstöðumaður finnsku alþjóðamálastofnunarinnar (FIIA), og Ulrik Pram Gad, sérfræðingur hjá dönsku alþjóðamálastofnuninni (DIIS)

Málstofustjóri Auðunn Atlason, alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins

11:15 – 11:30 Kaffihlé

11:30 – 12:30 Norðurslóðir á stríðstímum: Öryggi, umhverfi og samstarf

Erindi Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands

Pallborðsumræður: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og fyrrverandi alþingismaður, Áslaug Ásgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Bates College í Maine og Fulbright Arctic-NSF fræðimaður við Háskóla Íslands 2022-23, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrum formaður sérfræðihóps Norðurskautsráðsins um sót og metan og Þórunn Wolfram PhD, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs

Málstofustjóri Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun

12:30 – 13:00 Léttur hádegisverður

13:00 – 13:50 Hefur alþjóðasamfélagið brugðist flóttafólki? Leiðin að bættu alþjóðakerfi

Erindi Hugo Brady, sérfræðingur hjá International Center for Migration Policy Development (ICMPD)

Pallborðsumræður Claudia Ashanie Wilson, lögmaður og eigandi Claudia & Partners Legal Services, Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur í málefnum flóttafólks, Jasmina Vajzovic Crnac, stjórnmálafræðingur og Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða kross Íslands

Málstofustjóri Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands

13:50-14:00 Kaffihlé

14:00 –14:50 Mannréttindi, lýðræði og hlutverk Evrópuráðsins

Erindi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Yfirmaður samvinnuverkefna hjá Evrópuráðinu

Pallborðsumræður Björg Thorarensen, hæstaréttardómari, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og Þórlindur Kjartansson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Málstofustjóri Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, RÚV

14:50 – 15:50 Hvert stefnum við? Fulltrúar stjórnmálaflokka ræða utanríkisstefnu Íslands

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar, Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Málstofustjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins

15:50 – 16:00 Lokaorð Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar

16:00 – 17:00 Móttaka og uppistand með Villa Neto

Um ráðstefnuna

Í ár eins og síðastliðin ár bjóðum við til samtals þar sem við kryfjum alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu í dag.

Ráðstefnan er byggð upp á fimm málstofum.

Í fyrstu málstofu dagsins, “Stríð í Evrópu: Norræn samvinna í breyttu öryggisumhverfi” munu forstöðumenn og sérfræðingar norrænu alþjóðamálastofnananna fara yfir helstu öryggisáskoranir samtímans og hvernig Norðurlöndin geta sameiginlega unnið að því að takast á við þær.

Í málstofunni “Norðurslóðir á stríðstímum: Öryggi, umhverfi og samstarf” verður lögð áhersla á að greina áhrif af samspili tveggja af stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytinga og óstöðugleika á alþjóðavettvangi, á norðurslóðir.

Þá verður ein málstofa tileinkuð Evrópuráðinu, þar sem fjallað verður um hlutverk ráðsins og þau tækifæri sem felast í leiðtogafundi Evrópuráðsins á Íslandi sem fram fer í maí.

Í málstofunni “Hefur alþjóðasamfélagið brugðist flóttafólki? Leiðin að bættu alþjóðakerfi ” verður farið yfir brotalamir innan alþjóðakerfisins þegar kemur að vernd fólks á flótta og því velt upp hvernig hægt sé að vinna að því að tryggja betur mannréttindi flóttafólks.

Seinasta málstofa dagsins "Hvert stefnum við?" verður skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem munu ræða um framtíð utanríkisstefnu Íslands.

Að lokinni formlegri dagskrá verður boðið til móttöku þar sem Villi Neto mun halda uppi stemningunni!