Líkt og undanfarin ár bauð Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands upp á fjölbreytta fræðslu og upplýsta umræðu um alþjóðamál eins og sjá má í samantekt yfir starfsemi stofnunarinnar árið 2022 sem fylgir hér með í viðhengi.
Um leið og við þökkum ánægjulegt og gefandi samstarf á liðnu ári viljum við hvetja ykkur að fylgjast með viðburðum okkar á þessu ári.
Rannsóknasetur um smáríki, Rannsóknasetur um norðurslóðir og Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands starfa innan vébanda Alþjóðamálastofnunar.
Alþjóðamálastofnun beitir sér fyrir auknu samstarfi milli fræðimanna, atvinnulífs og opinberra aðila á sviði alþjóðamála og gengst fyrir ráðstefnum, umræðufundum og fyrirlestrum um efni sem tengjast starfssviði stofnunarinnar. Stofnunin er vettvangur fyrir fræðileg alþjóðasamskipti og þverfagleg þjónustuverkefni fyrir atvinnulíf, fyrirtæki og stofnanir.