Snjallræði-forsíðumynd-f.-vef-1920x830

Snjallræði

Höfði friðarsetur

„Þetta snýst um að beita hönnunarhugsun í nýsköpun og hanna sprotafyrirtæki sem huga betur að þörfum fólks og umhverfisins alls.“ - Svafa Grönfeldt, ein af stofnendum MIT designX í Boston og leiðbeinandi og fulltrúi úr ráðgjafaráði Snjallræðis.

Kynningarfundur Snjallræðis 2024

🚀 Komdu og taktu þátt í umræðum um möguleika samfélagslegrar nýsköpunar!

Við bjóðum til skemmtilegrar kvöldstundar þar sem markmiðið er að leiða saman frumkvöðla á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og einstaklinga sem búa yfir hugmyndum sem geta bætt samfélagið. Létt stemning, léttar veitingar og áhugaverðar umræður.

📅 Föstudaginn 17. maí 2024
🕟 16:30 – 18:30
📍Rainbow pop-up space, Hafnartorgi 🌈 , Geirsgötu 17, 101 Reykjavík

*Viðburðurinn fer fram á ensku

Hvað er Snjallræði?

Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu, velferðartækni, bættu menntakerfi og jafnréttismálum, svo dæmi séu tekin.

Snjallræði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Bakhjarlar Snjallræðis eru Marel og Reyjavíkurborg. Það var stofnað af Höfða friðarsetri árið 2018 og hefur verið keyrt fimm sinnum frá upphafi.

Vaxtarrýmið er í samstarfi við MITdesignX, og er þungamiðja þess vinnustofur þar sem að sérfræðingar frá MIT koma til landsins og deila þekkingu sinni. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði samfélagsmála og nýsköpunar og fundi með reyndum mentorum.

Markmið vaxtarrýmisins er að ýta undir nýsköpun sem tekst á við áskoranir samtímans og er þannig mikilvægur vettvangur fyrir samfélagssprota. Áhersla er á að ýta undir sjálfbærni í nýsköpun og byggja upp sprota sem styðja með beinum hætti við eitt eða fleiri af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna allt frá fyrstu skrefum.

Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Samfélagsleg nýsköpun felst í því að nýta aðferðafræði nýsköpunar og hönnunarhugsun til þess að tækla samfélagslegar áskoranir og byggja upp kerfi og lausnir sem fela í sér ávinning fyrir fólk og umhverfi og þar af leiðandi fyrir samfélagið í heild.

Á þín hugmynd heima í Snjallræði?
  • Snjallræði styður við teymi sem leggja sjálfbærni til grundvallar í sinni kjarnastarfsemi og vilja leiða mikilvægar samfélagsbreytingar.
  • Tekið er á móti nýsköpun á öllum stigum, frá ferskum hugmyndum til þróaðra nýsköpunarverkefna og fyrirtækja.
  • Snjallræði er opið fyrir fjölbreytt teymi, frjáls félagasamtök og fyrirtæki sem vilja fá tækifæri til þess að þróa eigin hugmyndir áfram og finna þeim sjálfbæran farveg.
Hvað getur Snjallræði boðið þér?
  • 16 vikna prógram í samstarfi við MIT designX
  • Aðgang að tengslaneti og ráðgjöf frá öflugum hópi mentora og sérfræðinga á sviði samfélagsmála, heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og nýsköpunar
  • Aðstöðu í Grósku, suðupotti nýsköpunar í Vatnsmýrinni
  • Þjálfun frá erlendum og innlendum sérfræðingum í samfélagslegri nýsköpun
Hvað færðu út úr þátttöku í Snjallræði?

Teymin sem taka þátt í Snjallræði fá að taka þátt í fjórum tveggja daga vinnustofum hér á landi á vegum Svöfu Grönfeldt og samstarfsfélaga hennar frá MIT designX. Vinnustofurnar fara fram á fjögurra vikna fresti en þess á milli njóta teymin handleiðslu færustu sérfræðinga hér á landi við að þróa lausnirnar áfram. Vinnustofurnar eru þemaskiptar og taka á mismunandi þáttum í þróunarferlinu, allt frá þarfa- og hagaðilagreiningu, hönnun á sjálfbæru viðskiptamódeli, furumgerðarksöpun og fjárhagsáætlunum yfir í tengslamyndun og framkomu.

Byggir á hugmyndafræði MIT designX

Fyrirkomulag Snjallræðis árið 2024

Hér fyrir neðan má sjá fyrirkomulag Snjallræðis árið 2024. MIT designX vinnustofurnar eru fjórar talsins. Þá hitta þátttakendur mentorana þrisvar sinnum yfir tímabilið og taka þátt í ýmsum viðburðum.

29. - 30. ágúst: Understand

Hvaða vandamál er verið að leysa og hver mun njóta góðs af lausninni? 

Áhersla lögð á:

  • Þarfagreiningu (e. Needs analysis)
  • Markaðskönnun (e. Market segmentation)
  • Hagaðilagreiningu (e. Stakeholder map)
  • Afbyggingu (e. Deconstruction)

27. – 28. september: Solve

Hver er lausnin og hver er ávinningurinn af henni fyrir hagaðila ? 

Áhersla lögð á:

  • Hönnun markmiðs (e. Mission design)
  • Virði lausnarinnar (e. Value proposition)
  • Ferðalag notandans (e. User journey)
  • Hraða úrvinnslu á fyrstu frumgerð (e. Rapid prototyping)

24. - 25. október: Envision

Hverju viljum við ná fram og hvaða gildi liggja til grundvallar við ákvarðanatöku?

Áhersla lögð á:

  • Að hanna framtíðarsýn (e. Vision design) 
  • Gildi stofnenda og stofnsamninga (e. Founder’s values / negotiations)
  • Sjálfbær viðskiptamódel 
  • Fólk og samstarfsaðila

21. - 22. nóvember: Execution

Hvernig er best að hrinda lausninni í framkvæmd, skala hana og fjármagna?

Áhersla lögð á:

  • Aðgerðaráætlun
  • Fjárhagsáætlun
  • Fjármögnun 
  • Söguna og pitch-ið
KYNNIÐ YKKUR SAMSTARFSAÐILANA
Bakhjarlar Snjallræðis
Mikilvægt tækifæri

Kristín I. Pálsdóttir, stofnandi Rótarinnar og fyrrum þátttakandi Snjallræðis:

„Snjallræði reyndist okkur mikilvægt tækifæri til að þróa áfram verkefni okkar, Ástuhús, þar sem konur finna styrk sinn. Stuðningurinn og leiðsögnin var fjölbreytt og mikilvæg og ekki síst hlutur sérfræðinga MIT desginX. Snjallræði gaf okkur góðan byr í seglin.“