Er-friðurinn-úti-1920x1080-2.jpg

Friðardagar í Reykjavík 2020

Höfði friðarsetur

Friðardagar í Reykjavík 2020 fara fram í október, líkt og undanfarin ár, en að þessu sinni fara þeir alfarið fram á netinu, undir yfirskriftinni Er friðurinn úti?

Friðarhlaðvarpið

Er friðurinn úti? 1. þáttur: Hvað er friður/ófriður?

Hvað er friður? Hvernig tengist hugtakið okkur sem einstaklingum og hvaða merkingu leggjum við í það hér á Íslandi? Hvernig tengist friður umræðu um ofbeldi og mismunun?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Guðrúnu Sif Friðriksdóttur, doktor í mannfræði, Stefán Pálsson, sagnfræðing og Jökul Inga Þorvaldsson, ungmennafulltrúa Íslands hjá …

Lesa meira
Er friðurinn úti? 2. þáttur: Ófriðurinn heima

Hverjar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis? Hverjir eru gerendur og hvernig er hægt að stuðla að opinskárri umræðu við þá? Ríkir friður inni á íslenskum heimilum?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, Örnu Hauksdóttur og Unni Valdimarsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands og rannsakendur …

Lesa meira
Er friðurinn úti? 3. þáttur: Börn á íslenskum átakasvæðum

Ríkir friður inni á heimilum barna á Íslandi? Hvaða úrræði eru fyrir börn sem búa við óöryggi, ofbeldi eða vanrækslu? Hvaða áhrif hefur COVID-19 haft á öryggi barna á Íslandi? Hvernig getur fólk hjálpað?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, Hlín Sæþórsdóttur, félagsráðgjafa …

Lesa meira
Er friðurinn úti? 4. þáttur: Rödd Íslands á alþjóðavettvangi

Hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi? Getur Ísland haft áhrif í alþjóðakerfinu þegar kemur að því að sporna gegn ofbeldi og stuðla að friði á heimsvísu?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Piu Hansson, forstöðumann Höfða friðarseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, um stærstu áskoranirnar sem framundan eru í friðarmálum og …

Lesa meira
Er friðurinn úti? 5. þáttur: Friður, flótti og loftslagsbreytingar

Hvernig geta afleiðingar loftslagsbreytinga leitt til ófriðar og átaka? Hvernig getur almenningur og grasrótarhreyfingar unnið gegn loftslagsbreytingum og þeim ófriði sem þeim getur fylgt? Erum við að gera nóg?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, verkefnastjóra hjá Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, …

Lesa meira

Októbermánuður hefur undanfarin ár verið helgaður umræðu um frið og hefur Höfði friðarsetur staðið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu 10. október ár hvert þar sem sjónum er beint að hlutverki almennra borgara og ólíkra hópa samfélagsins við að stuðla að eða grafa undan sjálfbærum friði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á kynjaðar afleiðingar átaka og mikilvægi aðkomu kvenna, ungs fólks og minnihlutahópa að friðaruppbyggingu.

Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu færum við umræðuna yfir á netið með vönduðum hlaðvarpsþáttum undir yfirskriftinn Er friðurinn úti?

Í hlaðvarpsþáttaröðinni beinum við sjónum að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku samfélagi og um leið verið öflugri málsvari á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda og friðar. Hlaðvarpsþáttaröðin er unnin af Höfða friðarsetri í samstarfi við UNICEF, UN Women, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið.

Þættirnir eru fimm talsins og munu birtast hér á heimasíðu Friðarsetursins og á Kjarnanum www.kjarninn.is. Fyrsti þátturinn fer í loftið mánudaginn 12. október og sá síðasti fer í spilun föstudaginn 16. október. Á sama tíma munu valdar greinar eftir pistlahöfunda og viðmælendur í hlaðvarpsþáttunum birtast hér á vefsíðunni okkar og á Kjarnanum. Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.

Greinar í tengslum við friðardaga

Að halda friðinn?

Grein eftir Brynju Huld Óskarsdóttur, nemanda í ACONA, í tilefni af alþjóðlegum degi friðar

Sækja skjal
Kominn tími til að ræða gereyðingarvopn?

Grein eftir Álfrúnu Perlu Baldursdóttur, nemanda í ACONA

Sækja skjal
Áhrif COVID-19 faraldursins á friðarhorfur

Grein eftir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í tilefni af alþjóðlegum degi friðar

Sækja skjal
Er friðurinn úti?

Grein skrifuð í tengslum við frið­ar­daga í Reykja­vík, sem fram fara á net­inu í ár í formi hlað­varps­þáttar­aðar undir yfir­skrift­inni: Er frið­ur­inn úti? Í þáttunum verður fjallað sér­stak­lega um hug­takið frið og hvernig það teng­ist okkur sem ein­stak­lingum og sam­fé­lagi.

Sækja skjal
Ríkir friður á Íslandi

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands skrifar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík

Sækja skjal
Ófriðurinn heima

Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík

Sækja skjal
Börn á íslenskum átakasvæðum

Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri og fjölmiðlafulltrúi UNICEF á Íslandi skrifar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík

Sækja skjal
Getur Ísland orðið leiðandi í mannréttindamálum?

Grein eftir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Sækja skjal
Loftslagsbreytingar valda flótta og neyð og við erum ábyrg

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Ungra umhverfissinna skrifar grein í tilefni af Friðardögum í Reykjavík

Sækja skjal