Hvernig getum við endurhugsað friðarferla og friðaruppbyggingu með það að markmiði að stuðla að varanlegum friði. Komdu og taktu þátt í umræðunni 10. október!
Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Nordic Women Mediators á Íslandi fer fram 10. október í Veröld - húsi Vigdísar.
Í ár leggjum við áherslu á að skoða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að friðaruppbyggingu í breyttu öryggisumhverfi. Hvað hafa fyrri átök og friðarferlar kennt okkur? Hvernig getum við stuðlað að skilvirkari friðarferlum og friðaruppbyggingu þar sem allar raddir fá að heyrast?
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni í ár eru: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Ketevan Tsikhelashvili, sendiherra og fastafulltrúi Georgíu í ÖSE, Thania Paffenholz, forstöðumaður Inclusive Peace, Jayathma Wickramanayake, sendifulltrúi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, Hiba Qasas, forstöðumaður Principles for Peace Initiative hjá Interpeace, Louise Olsson, rannsóknastjóri hjá Peace Research Institute Oslo (PRIO), Jannie, Lilja, forstöðumaður rannsókna á sviði friðar og þróunarsamvinnu hjá SIPRI, Kirsi Joenpolvi, sérfræðingur hjá friðaruppbyggingar skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, Jón Ólafsson, Prófessor í menningarfræði og rússnesku við Háskóla Íslands, Rodrigo Mezú, fræðimaður við Air Force Academy, Kólumbíu, Niusha Khanmohammadi, sérfræðingur í friðar- og menningarmálum og listamaður, Julie Arnfred Bojesen, forstöðumaður the Ukrainian-Danish Youth House, Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við HÍ og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar ásamt fleirum.
Ráðstefnan fer fram á ensku og er opin öllum, skráning er hafin hér