Imagine Forum 2025

The Imagine Forum: Protecting Rights

Höfði friðarsetur

Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fór fram þann 10. október 2025.

The Imagine Forum: Protecting Rights - Defending Peace

Á tímum vaxandi einræðishyggju, hnignunar lýðræðis og bakslags í mannréttindum, þar á meðal kynjajafnrétti og réttindum LGBTQI+ fólks, er brýnt beina athygli því hvernig slíkt bakslag ógnar grundvallarforsendum friðaruppbyggingar.

Þegar réttindi einstaklinga eru skert og jaðarhópar verða fyrir kerfisbundinni mismunun, grafa stjórnvöld undan trausti, félagslegri samheldni og þátttöku almennings í lýðræðislegum ferlum. Verndun mannréttinda er því lykilforsenda þess að tryggja varanlegan og réttlátan frið.

Við fengum til okkar einvalalið sérfræðinga til að ræða um mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi til að tryggja varanlegan frið. Meðal annars:

🎙️ Nazanin Boniadi – heimsþekkt leikkona og mannréttindafrömuður sem leggur áherslu á réttindi kvenna og tjáningarfrelsi í Íran og víðar

🎙️Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu

🎙️ Jessica Stern – fyrrum sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum LGBTQI+ fólks og fræðimaður við Carr-Ryan Center for Human Rights við Harvard Kennedy School

🎙️ Vladimir Kara-Murza – rússneskur blaðamaður og lýðræðissinni sem hefur verið fangelsaður fyrir opinskáa andstöðu sína við einræðishætti og óþreytandi baráttu fyrir pólitísku frelsi

Við þökkum öllum fyrirlesurum og þátttakendum kærlega fyrir áhugaverð erindi og umræður og vonumst til þess að sjá alla aftur að ári þegar friðarráðstefnan fagnar 10 ára afmæli sínu árið 2026.

Erindi ráðstefnunnar má nálgast hér að neðan

The Imagine Forum: Protecting Rights - Defending Peace

Veröld Hús Vigdísar, Háskóli Íslands

Opnunarávarp Pia Hansson, Forstöðukona Höfða Friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands

Woman, Life, Freedom: Honoring Iceland’s Legacy, Standing with Iran’s Future

Nazanin Boniadi, leikkona og mannréttindafrömuður.

Ásamt samtali við Nazanin Boniadi, umræðu stjórnað af Önnu Lúðvíksdóttur, Famkvæmdarstjóra Íslandsdeildar Amnesty International.

Heiðurserindi flytur Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, umræðu stjórnað af Davíð Loga Sigurðssyni, deildarstjóri skrifstofu alþjóðapólitískra málefna hjá utanríkisráðuneytinu

Russia Under Putin — and Beyond

Vladimir Kara-Murza, rússneskur lýðræðissinni, blaðamaður, sagnfræðingur og fyrrum pólitískur fangi.

Þátttakendur í pallborði eru Rósa Magnúsdóttir, Prófessor við Háskóla Íslands, Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur og framkvæmdarstjóri Courage International og Vladimir Kara-Murza

Umræðu stjórnað af Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamanni á fréttastofu Sýnar.

Building a More Equal World: LGBTQI+ Equality and Iceland’s Global Impact

Jessica Stern, fræðimaður við Carr-Ryan Center for Human Rights við Harvard Kennedy School og fyrrum sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum LGBTQI+ fólks.

Ásamt samtali við ungmenni, umræðu stjórnað af Jessica Stern. Þátttakendur eru Snæ Humadóttir fulltrúi ungmennaráðs Samtakanna '78, Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda og Sylvía Marteindóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga.

Protecting Rights Together: The Role of the UN in Today’s Human Rights Struggles

Katja Creutz, Forstöðumaður Global Security and Governance research programme hjá FIIA

Þátttakendur í pallborði eru Einar Gunnarsson, Sendiherra við Fastanefnd Íslands í Genf, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Lögfræðingur og Formaður Siðmenntar, Jessica Stern, fræðimaður við Carr-Ryan Center for Human Rights við Harvard Kennedy School og fyrrum sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum LGBTQI+ fólks og Katja Creutz

Umræðu stjórnað af Kristján Guy Burgess, sérfræðingi í alþjóðasamskiptum

Cities as Peacebuilders: Human Rights at the Local Level

Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri Reykjavíkur

Ásamt "Hvað er friður fyrir mér?" Myndasamkeppni

Borgarstjóri Reykjavíkur kynnir sigurvegara

Safeguarding Human Rights and Global Peace in Times of Challenge

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra

Lokaorð

Silja Bára Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands

Streymið í heild sinni má nálgast hér: