9. nóv. 2023

Vonlaus staða? Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs

Vonlaus staða? Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Mið-Austurlandafræða við Háskóla Íslands, miðvikudaginn 8.nóvember.

Þrátt fyrir ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé harðna enn átökin milli Hamasliða og Ísraelshers. Átökin á Gaza eru þau blóðugustu í 75 ár og neyð borgara eykst með hverjum deginum. En hver er forsaga þessara átaka og hver er ábyrgð vesturvelda? Hvað er til ráða? Hvaða áhrif hafa alþjóðalög á átök og hvaða úrræði eru í boði ef reglur eru brotnar? Er hætta á að átökin breiðist enn frekar út? Hverjar eru framtíðarhorfur um frið eða er staðan vonlaus?

Inngangsorð: Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Miðausturlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands

Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur

Pallborðsumræður: Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar og Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands

Málstofustjórn: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands