6. maí 2024

NATO í 75 ár - Samvinna í þágu friðar

Hátíðarfundur í tilefni 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins

Utanríkisráðuneytið í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, boða til hátíðarfundar í tilefni 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins í Hátíðarsal Háskóla Íslands, mánudaginn 13. maí frá kl. 10 til 12.

Á þeim 75 árum síðan Atlantshafsbandalagið var stofnað hefur það verið hornsteinn öryggis Evrópu og staðið vörð um frelsi og sameiginleg gildi aðildarríkjanna sem byggð eru á lögmálum lýðræðis, einstaklingsfrelsis og réttarríkisins. Mikilvægi bandalagsins hefur aukist jafnt og þétt, ekki síst vegna vaxandi spennu milli stórveldanna og þeirri breyttu heimsmynd sem við okkur blasir í dag. Áskoranirnar eru margar og samstaða aðildarríkjanna mikilvægari en nokkru sinni fyrr.

Á fundinum flytur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, opnunarávarp en að auki ávarpa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og utanríkisráðherra Litháens, Gabrielius Landsbergis, fundinn um fjarfundabúnað. Þá taka við pallborðsumræður um hlutverk bandalagsins í nútíð og framtíð og þátttöku Íslands í starfsemi bandalagsins, en Ísland er eitt af stofnríkjum þess.

Dagskrá

Fundarstjóri: Þórir Guðmundsson, sérfræðingur á varnarmálaskrifstofu

10:00 Opnunarávarp Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
utanríkisráðherra

10:15 Samtal við Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháen*

10:30 Samstarf um varnarmál í 75 ár: Helstu áskoranir Atlantshafsbandalagsins í dag

Pallborðsþátttakendur:
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar NATO-þingsins
Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti Lagadeildar Háskólans á Bifröst
Hermann Örn Ingólfsson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu
Karítas Ríkharðsdóttir, samskiptastjóri Landsbankans og stjórnarmaður í Varðbergi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Stjórnandi umræðu Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs

11:10 Myndbandsávarp Jens Stoltenberg, framkvæmdarstjóri Atlantshafsbandalagsins

11:15 Framtíðarhorfur og áskoranir í varnar- og öryggismálum

Pallborðsþátttakendur:
Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB og tilvonandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins
Júlíus Viggó Ólafsson, hagfræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Heimdallar
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Stefanía Reynisdóttir, ritari Skjaldar og alþjóðafulltrúi Uppreisnar

Stjórnandi umræðu Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Öll velkomin en vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku hér.
hér

Hlekkur á streymi má finna hér.