8. des. 2023

Lokadagur Snjallræðis 2023

Fagnaðu með okkur á lokadegi Snjallræðis 15. desember í Grósku!

Á þessari uppskeruhátíð munu teymin sem hafa tekið þátt í Snjallræði síðustu 16 vikur kynna hugmyndir sínar og afrakstur síðustu mánaða.

Þetta er frábært tækifæri til að kynnast frumkvöðlum sem brenna fyrir því að leita lausna á aðkallandi áskorunum samtímans.

Markmið vaxtarýmisins Snjallræðis, sem nú er haldið í fimmta sinn, er að styðja við nýsköpunarteymi sem vilja láta gott af sér leiða og stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þungamiðja Snjallræðis eru vinnustofur á sviði nýsköpunnar og hönnunarhugsunar sem haldnar eru í samstarfi við MITdesignX og Svöfu Grönfeldt.

Dagskrá

13:00 Opnunarorð Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunnar Háskóla Íslands og Oddur Sturluson, verkefnisstjóri Snjallræðis

13:05 Opnunarerindi Svafa Grönfeldt, ein af stofnendum MITdesignX

13:10 Lokakynningar sprotafyrirtækjanna

  1. Bragðlaukaþjálfun: miðar að því að draga úr matvendni barna með gagnreyndum aðferðum sem efla fjölskyldur og gefa þeim tækifæri til að eiga jákvæðar og styrkjandi samverustundir kringum mat og matmálstíma 
  2. Co-living Iceland:  an AI driven matchmaking platform connecting individuals with their ideal house and housemates in Iceland 
  3. Eldrimenntun: leiðir saman eldri Íslendinga og innflytjendur á öllum aldri til að styðja við íslenskunám, draga úr félagslegri einangrun og auka gagnkvæman skilning á ólíkri menningu
  4. Fine Food Íslandica: seaweed collective that builds a regenerative seaweed industry by growing seaweed in collaboration with coastal communities, contributing to climate actions through sustainable food production and equitable partnerships.
  5. Jafningjahús: annar valkostur fyrir fólk í geðrænni krísu 
  6. Opni leikskólinn: öruggur, ókeypis og bjóðandi staður þar sem foreldrar og börn geta leikið saman, kynnst öðrum og fengið fræðslu 
  7. Svepparíkið: þróar nýjar svepparæktunaraðferðir með einstöku 7 þrepa kerfi, sem byggja á nýtingu niðurbrjótanlegra hliðarstrauma frá fjölbreyttum iðnaði með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í huga til að takast á við áskoranir nútímans 
  8. Weave Together Foundation: is committed to fostering the integration and well-being of refugees and asylum seekers, enhancing their self-dependency and dignity, and expediting their employment through a specialized vocational training program during their waiting period 

Pallborð Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, Haukur Hafsteinsson, yfirverkfræðingur hjá Marel og Edda Konráðsdóttir, stofnandi Iceland Innovation Week

14:20 Ávarp og veiting viðurkenninga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur

14:45 Lokaorð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fundarstjóri Sveinn Kjarval, viðburðastjóri hjá Marel

Léttar veitingar verða í boði að dagskrá lokinni.

Við hvetjum þig til að skrá þig til að tryggja sæti. Skráning fer fram hér!

Hvenær: Föstudaginn 15. desember kl. 13:00-15:00
Hvar: Gróska Hugmyndahús

Við hlökkum til að sjá þig á lokadegi Snjallræðis!