KRI_RECLAME_221014_015

Tómas Joensen

Sérfræðingur hjá Rannsóknasetri um smáríki

Tómas Joensen er sérfræðingur hjá Rannsóknasetri um smáríki. Hann er með B.A. gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í Evrópufræðum frá sama skóla. Tómas hefur einnig starfað við rannsóknir við Háskóla Íslands frá árinu 2012. Í störfum sínum hjá Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetri um smáríki hefur Tómas meðal annars sinnt ritstjórnar og útgáfumálum og má þar nefna skýrsluna Aðildarviðræður Íslands við ESB sem unnin var fyrir Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda og kennslubók í Evrópufræðum.