Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar en undir stofnunina heyra bæði Rannsóknasetur um smáríki og Rannsóknasetur um norðurslóðir. Pia er með B.A. gráðu í fjölmiðlun frá University of Minnesota og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún stundaði einnig meistaranám í sjónvarpsdagskrárgerð við City University of New York. Pia starfaði lengi vel sem upptöku- og útsendingastjóri í sjónvarpi, bæði hér heima og erlendis, en var síðan upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna frá árinu 2000 til 2005. Veturinn 2007-2008 var hún fjölmiðlafulltrúi norrænnar vopnahléseftirlitssveitar á Sri Lanka á vegum utanríkisráðuneytisins. Á þeim sjö árum sem Pia hefur verið forstöðumaður stofunarinnar hefur hún haldið utan um margvísleg rannsóknaverkefni og má þar nefna Jean Monnet öndvegissetur, Erasmus og Erasmus+ verkefni, NOS-HS vinnustofur og þá hefur hún einnig komið að verkefnum undir sjöundu rammaáætlun Evrópusambandins fyrir hönd Alþjóðamálastofnunnar.