0001 (3).jpg

Aðildaviðræður Íslands við ESB

Á haustmánuðum 2013 var leitað til Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um úttekt á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Verkbeiðendur eru Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands. Markmið verkefnisins er að leggja mat á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, að greina þau álitaefni sem eru til staðar og þá kosti sem eru í stöðunni.

Úttektina unnu Auðunn Arnórsson, stjórnmálafræðingur, Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, Bjarni Már Magnússon, lögfræðingur, Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, Jón Gunnar Ólafsson, alþjóðastjórn - málafræðingur, Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Pia Hansson, alþjóðastjórnmálafræðingur, Tómas Joensen, Evrópufræðingur, og Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.

Sækja skjal