Hladvarps-icon.jpg

Er friðurinn úti? 2. þáttur: Ófriðurinn heima

Hverjar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis? Hverjir eru gerendur og hvernig er hægt að stuðla að opinskárri umræðu við þá? Ríkir friður inni á íslenskum heimilum?

Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, Örnu Hauksdóttur og Unni Valdimarsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands og rannsakendur Áfallasögu kvenna og Drífu Jónasdóttur, afbrotafræðing og doktorsnema við Læknadeild Háskóla Íslands. Í lok þáttar heyrum við brot úr pistli eftir Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýru UN Women. Þátturinn er unninn í samstarfi við UN Women á Íslandi.

Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið.

Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.