Þessi skýrsla dregur saman helstu umræður og niðurstöður frá fyrstu af fjórum vinnustofum sem skipulagðar voru í sameiginlegu verkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanets Íslands og Rannís. Vinnustofan fjallaði um aðlögun að loftslagsbreytingum á Íslandi og voru þátttakendur fræðimenn, stefnumótendur og sérfræðinga til að greina þekkingargöp, rannsóknargetu og tækifæri til aukins samstarfs.