Women

The Imagine Forum: Women for Peace

Árleg friðarráðstefna Höfða friðarsetur The Imagine Forum: Women for Peace í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fór fram 10. október, í Veröld húsi Vigdísar í Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni var lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna, frumkvöðla og aðgerðarsinna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu.

Ráðstefnan helst í hendur við nýjan vettvang, Snjallræði, þar sem einstaklingum, frjálsum félagasamtökum og fyrirtækjum gefst tækifæri til að vinna að samfélagslega mikilvægum verkefnum í átta vikna hraðli. Teymin sem taka þátt í Snjallræði 2019 verða kynnt til leiks við hátíðlega athöfn á ráðstefnunni.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru: Madeleine Rees, framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF), Aya Mohammed Abdullah, talskona UNHCR, Mariam Safi, forstöðumaður rannsóknarseturs um stefnumótun og þróunarfræði (DROPS), Bronagh Hinds, meðstofnandi Northern Ireland Women's Coalition og stofnandi DemocraShe, Fawzia Koofi, afgönsk þingkona og baráttukona fyrir réttindum kvenna, Zinat Pirzadeh uppistandari og rithöfundur, Aiko Holvikivi, fræðimaður hjá rannsóknarsetri LSE um konur, frið og öryggi, Harriet Adong, framkvæmdastjóri FIRD, Foundation for Integrated Rural Development í Úganda, T Ortiz, mannréttindafrömuður, sérfræðingur hjá miðstöð gegn mansali í Baltimore og stofnandi TalkWithT.com.

Hér er hægt að horfa á aðalfyrirlesara ráðstefnunnar

HE Guðni Th. Jóhannesson, President of Iceland

Madeleine Rees, Secretary General of the Women's International League for Peace and Freedom

Aya Mohammed Abdullah, UNHCR Supporter

Mariam Safi, Executive Director of DROPS, Organization for Public Policy Research and Development Studies in Afghanistan

Bronagh Hinds, Co-Founder of the Northern Ireland Women's Coalition and Founder of DemocraShe

Fawzia Koofi, Afghan politician and women’s rights activist

Aiko Holvikivi, PhD Candidate and Researcher at the Center for Women, Peace and Security, London School of Economics and Political Science

Withelma 'T' Ortiz Walker Pettigrew, Human Rights Activist and Anti-Trafficking and Exploitation Coordinator at Baltimore Child Abuse Center

Harriet Adong, Executive Director of the Foundationn for Integrated Rural Development in Uganda (FIRD)

Silja Bára Ómarsdóttir, Associate Professor of International Affairs at the Faculty of Political Science, University of Iceland

Sturla Sigurjónsson, Permanent Secretary of State

Esther Hallsdóttir, Icelandic Youth Delegate to the United Nations