Building trust

2021 Building Trust for Sustainable Peace

Höfði friðarsetur

Komdu og taktu þátt í umræðunni um mikilvægi trausts fyrir sjálfbæran frið! Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða og Jafnréttisskólann (GRÓ GEST) fer fram 8. október í Veröld - húsi Vigdísar. Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi trausts fyrir sjálfbæran frið og friðarmenningu.

Það er við hæfi að á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurs, þar sem reynt hefur verulega á traust til alþjóðasamstarfs, hafi Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að árið 2021 skuli vera alþjóðlegt ár trausts og friðar. Árangur alþjóðlegra stofnana byggir á að ríki og almenningur treysti þeim og líti á ógnir samtímans sem alþjóðlegar ógnir sem leysa þurfi í sameiningu. Hefur traust til alþjóðasamstarfs dvínað? Ef svo er, hvernig getum við þá tekist á við stærstu áskoranir og ógnir samtímans? Hvernig þróum við alþjóðlega borgaravitund með almenningi og virkjum almenna borgara til aðgerða?

Friðarráðstefnan í ár samanstendur af þremur málstofum sem snúa með ólíkum hætti að mikilvægi trausts fyrir sjálfbæran frið og friðarmenningu.

12:15 - 12:45 Samtal við Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands og fyrrum yfirmann Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 - 2017

Umræðustjórn: Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins

12.45 – 13:45 Broken Promises? The International Community and Afghanistan

Á málstofunni verður fjallað um ástandið í Afganistan og ábyrgð alþjóðasamfélagsins á stöðu mála. Hvert er hlutverk alþjóðasamfélagsins þegar kemur að því að standa vörð um mannréttindi, vernd flóttafólks og friðarumleitanir á svæðinu?

14:00 – 15:00 Global Citizenship Education for Peace

Hvernig þróum við alþjóðlega borgaravitund og virkjum almenna borgara til aðgerða? Á málstofunni verður lögð áhersla á það hvernig nýta megi bókmenntir sem hreyfiafl til breytinga, til þess að auka samkennd milli ólíkra einstaklinga og efla gagnrýna hugsun.

15.15 – 16:15 Addressing the Impact of Climate Change on Peace

Á þessari málstofu veltum við fyrir okkur áhrifum loftslagsbreytinga á frið og öryggi í heiminum og mikilvægi þess að ríki, borgir og almenningur vinni saman á alþjóðavettvangi að úrlausnum á þessari alþjóðlegu ógn.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða: Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og var yfirmaður Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009-2017, Fawzia Koofi, fyrrum þingkona á afganska þinginu og baráttukona fyrir réttindum kvenna, Pakistanska baráttukonan Gulalai Ismail, stofnandi samtakanna Aware Girls, Mexíkóski rithöfundurinn Juan Pablo Villalobos, höfundur bókarinnar Veislan í greninu og Sanam Naraghi-Anderlini, forstöðukona Centre for Women, Peace and Security við LSE og stofnandi og stjórnarformaður International Civil Society Action Network (ICAN) og Hindou Oumarou Ibrahim, landfræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála og frumbyggja.

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir!

Smellið hér fyrir dagskrá

Smellið hér til þess að fylgjast með á Facebook!