Við útbreiðslu COVID-19 faraldursins fór af stað atburðarrás sem hafði áhrif á flesta þætti samfélaga og skildi eftir sig slóð flókinna úrlausnarefna. Faraldurinn ógnaði grunnstoðum og gildum nútímasamfélaga þar sem leiðtogar ríkja þurftu að taka afdrifaríkar ákvarðanir undir mikilli óvissu og álagi.
Þetta rannsóknarverkefni leiddi saman norræna fræðimenn á sviði áfallastjórnunar sem greindu og lögðu mat á stefnumótun og viðbrögð Íslands, Grænlands, Noregs, Svíþjóðar, Færeyja, Finnlands og Danmerkur við COVID-19 faraldrinum og deila reynslu og góðum starfsháttum milli landanna. Markmið verkefnisins er að styrkja viðnámsþrótt og samhæfingargetu innan og milli Norðurlandanna þegar kemur að áfallastjórnun.
Samstarfshópurinn beitti alþjóðlegum rannsóknaramma sem hentar sérstaklega til að greina ákvarðanatöku og stefnumótun í áfallastjórnun við erfiðar aðstæður. Norðurlöndin eru ólík að stærð og sem býður uppá tækifæri til að rannsaka og meta að hvaða leyti stærð stjórnsýsla og stjórnkerfa ríkjanna hefur áhrif á viðbrögð þeirra við áföllum. Rannsóknir sýna að það er grundvallarmunur á virkni og starfsemi stjórnsýslu í litlum og stórum ríkjum – munur sem hefur fram til þessa lítið sem ekkert verið rannsakaður með tilliti til áfallastjórnunar. Ólíkar nálganir Norðurlandanna við faraldrinum – landa sem eru menningar- og stjórnarfarslega mjög svipuð – býr til einstakan vettvang til að rannsaka þær áfallstjórnunaraðferðir sem ríkin beittu og árangur þeirra.

Guest Editors: Ásthildur Elva Bernhardsdóttir and Baldur Thorhallsson in the journal Small States & Territories (ISSN: 2616-8006), Vol. 8, No. 2, November 2025, (pages 375-440).
This special section in SST deals with size-related challenges and opportunities in the seven Nordic countries (Sweden, Norway, Denmark, Finland, Iceland, Greenland and the Faroe …
The effect of size – Á. E. Bernhardsdóttir and B. Thorhallsson (pages 375-388).
M. Ackrén, N. Hokkala, P. Lægreid, E. Palmujoki, A. Trengereid, Á. E. Bernhardsdóttir, M. Koraeus, R. Olavson, B. Thorhallsson and K. Vrangbæk (pages 389-408)
This paper examines whether the small size of the public administration of the seven Nordic countries affected the nature of their crisis responses, focusing on the …
M. Ackrén, N. Hokkala, P. Lægreid, E. Palmujoki, A. Trengereid, Á. E. Bernhardsdóttir, M. Koraeus, R. Olavson, B. Thorhallsson and K. Vrangbæk (pages 409-422)
This comparative study of the seven Nordic countries supports the assumption that cooperation problems and bureaucratic infighting in small states during the early stages of the …
M. Ackrén, N. Hokkala, P. Lægreid, E. Palmujoki, A. Trengereid, Á. E. Bernhardsdóttir, M. Koraeus, R. Olavson, B. Thorhallsson and K. Vrangbæk (pages 423-440)
This paper analyzes whether the seven Nordic countries, by virtue of their limited administrative size and less formalized governance arrangements, were particularly well-suited to fostering rapid …