KRI_reykjavik_161101_002.jpg

Norðurslóðastarf Háskóla Íslands

Rannsóknasetur um norðurslóðir

Ætla má að norðurheimsskautssvæðið verði enn meira í brennideplinum á næstu áratugum vegna þeirra áhrifa sem loftslagsbreytingar hafa á svæðið og birtast meðal annars með auknum aðgangi að náttúrauðlindum og nýjum siglingaleiðum. Breytingar sem þessar hafa í för með sér vaxandi ógn fyrir viðkvæmt vistkerfið og samfélög en einnig ný efnahagsleg tækifæri.

Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og leiðandi í rannsóknum á ýmsum sviðum er snerta norðurslóðir. Háskólinn leggur áherslu á gæði í rannsóknum og starfrækir fjölda undirstofnanna og rannsóknasetra sem stunda meðal annars rannsóknir sem tengjast norðurslóðum og norðurheimsskautssvæðinu.

Rannsóknir

Fræðimenn af öllum sviðum Háskólans stunda rannsóknir sem tengjast norðrslóðum

Heilbrigðisvísindasvið
Menntavísindasvið

Þátttaka Háskóla Íslands í Hringborði Norðurslóða (Arctic Circle)

Háskóli Íslands er virkur þátttakandi í Hringborði Norðurslóða, jafnt starfsfólk og nemendur skólans. Þátttakan felst bæði í því að skipuleggja málstofur í samstarfi við erlenda og innlenda samstarfsaðila og með því að bjóða uppá þverfræðilegt námskeið fyrir nemendur af öllum sviðum, tengt þinginu.