Auður Örlygsdóttir

Auður Örlygsdóttir

Sérfræðingur hjá Höfða friðarsetri

Auður Örlygsdóttir er sérfræðingur hjá Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands en setrið heyrir undir Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hún er með B.A. gráðu í frönsku, viðbótardiplóma í þróunarfræðum og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Auður hefur starfað hjá Alþjóðamálastofnun frá því í ágúst 2015 og hefur á þeim tíma tekið að sér ýmis verkefni fyrir stofnunina, nú síðast þau verkefni sem heyra undir Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Má þar m.a. nefna verkefnið InPeace sem styrkt er af Erasmus+ Strategic Partnership og Nordplus Higher Education og snýr að því að þróa edX netnámskeið og koma á fót þremur örnámskeiðum í friðar- og átakafræðum, verkefnið Post-Truth Politics, Nationalism and the (De)Legitimation of European Integration, sem styrkt er úr sjóði Jean Monnet Networks, samfélagshraðalinn Snjallræði, Kveikju, nýtt þverfræðilegt námskeið í samfélagslegri nýsköpun fyrir grunnnema við Háskóla Íslands og námsekið í mannréttinda- og friðarfræðslu, Umboðsmenn friðar, sem ætlað er nemendum á miðstigi grunnskóla.