Margrét Cela

Margrét Cela

Verkefnastjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir

Margrét Cela er verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir. Hún er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama skóla. Auk þess leggur hún stund á doktorsnám í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Laplandi. Margrét var verkefnisstjóri þróunar nýrrar námsleiðar í vestnorrænum fræðum sem kennd er í fimm háskólum (www.westnordicstudies.net) og hefur kennt sem stundakennari við Háskóla Íslands í námskeiðum um öryggismál og norðurslóðir. Meðal þeirra verkefna sem Margrét heldur utan um er verkefni styrkt af NATO og hýst innan Rannsóknaseturs um smáríki. Verkefninu er ætlað að dýpka skilning á stöðu smáríkja í breyttu alþjóðlegu öryggisumhverfi og skoða hvernig þau geta sem best mótað stefnur sínar í utanríkis- og öryggismálum.  Rannsóknaráhugi Margrétar er m.a, utanríksmál og stefnumótun, öryggi smáríkja og öryggi á norðurslóðum.