Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir er verkefnastjóri við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og doktorsnemi við Háskóla Íslands, þar sem hún rannsakar samskipti Kína og Rússlands á norðurslóðum. Hún er jafnframt rannsakandi Arctic Initiative við Belfer Center í Harvard Kennedy School sem og rannsakandi við North American and Arctic Defence and Security Network.
Guðbjörg Ríkey er með B.A.-gráðu í kínverskum fræðum og M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Sem Fulbright-rannsakandi hefur hún rannsakað alþjóðasamskipti á norðurslóðum. Hún hefur búið í Kína og kennt námskeið í kenningum alþjóðasamskipta, öryggisfræðum og kínversku samfélagi og stjórnmálum. Rannsóknarviðfangsefni hennar ná til geopólitíkur og öryggismála á norðurslóðum, utanríkisstefnu Kína og Rússlands sem og öryggi smáríkja.