KRI_gudbjorg_rikey_220624_001

Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir

Sérfræðingur hjá Rannsóknasetri um norðurslóðir

Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir er verkefnastjóri við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og doktorsnemi við Háskóla Íslands, þar sem hún rannsakar samskipti Kína og Rússlands á norðurslóðum. Hún er jafnframt rannsakandi Arctic Initiative við Belfer Center í Harvard Kennedy School sem og rannsakandi við North American and Arctic Defence and Security Network.

Guðbjörg Ríkey er með B.A.-gráðu í kínverskum fræðum og M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Sem Fulbright-rannsakandi hefur hún rannsakað alþjóðasamskipti á norðurslóðum. Hún hefur búið í Kína og kennt námskeið í kenningum alþjóðasamskipta, öryggisfræðum og kínversku samfélagi og stjórnmálum. Rannsóknarviðfangsefni hennar ná til geopólitíkur og öryggismála á norðurslóðum, utanríkisstefnu Kína og Rússlands sem og öryggi smáríkja.