Gudrun Sif Fridriksdottir

Guðrún Sif Friðriksdóttir

Marie Curie nýdoktorsþegi við Norrænu Afríkustofnunina í Uppsala

Guðrún Sif Friðriksdóttir er Marie Curie nýdoktorsþegi við Norrænu Afríkustofnunina í Uppsala, Svíþjóð og dvelur við Höfða Friðarsetur í 6 mánuði í tengslum við núverandi rannsókn. Doktorsverkefni Guðrúnar fjallaði um aðlögun fyrrverandi hermanna og skæruliða í Búrúndí og þeirra baráttu fyrir samfélagsaðild. Núverandi rannsóknarverkefni Guðrúnar lýtur að búrúndískum flóttamönnum úr efri millistétt sem flúðu kosningaofbeldi árið 2015 og varpar ljósi á hvernig stétt skiptir máli í upplifunum fólks á flótta. Áður en Guðrún hóf doktorsnám vann hún hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og vann sérstaklega að verkefnum tengdum konum, frið og öryggi og ofbeldi gegn konum.