Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Sérfræðingur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrum alþingismaður Vinstri Grænna og er varaformaður flokksins. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra frá 2017–2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2022 og 2022-2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021–2024.

Guðmundur er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1997, hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík 1997. BS-próf í líffræði frá HÍ 2002 og MS-próf í umhverfisfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum 2006.

Hann sinnti rannsóknum á vegum líffræðideildar HÍ 1999–2000 og Veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal sumrin 2000–2002 og 2004–2005. Hann starfaði sem stundakennari í nokkrum námskeiðum við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða á árunum 2006–2017. Guðmundur starfaði hjá Landgræðslu ríkisins við alþjóðamál og rannsóknir 2006–2008 og hjá Stofnun Sæmundar fróða, Háskóla Íslands, við rannsóknir og verkefnastjórnun 2008–2011. Hann var umsjónarmaður meistaranáms í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ 2010. Guðmundur hefur einnig starfað sem landvörður á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði og var Framkvæmdastjóri Landverndar 2011–2017.

Guðmundur tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og var fyrsti formaður félagsins 2007–2010. Einnig var hann Formaður Félags Fulbright-styrkþega á Íslandi 2017–2018.