COVID-19 heimsfaraldurinn einkenndist af gríðarlega flóknum úrlausnarefnum. Faraldurinn ógnaði grunnstoðum og gildum nútímasamfélaga þar sem leiðtogar ríkja þurftu að taka afdrifaríkar ákvarðanir undir mikilli óvissu og álagi. Þetta rannsóknarverkefni mun leiða saman norræna fræðimenn á sviði áfallastjórnunar sem munu greina og meta stefnumótun og viðbrögð Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur við COVID-19 faraldrinum og deila reynslu og góðum starfsháttum milli landanna. Markmið verkefnisins er að styrkja viðnámsþrótt og samhæfingargetu innan og milli Norðurlandanna þegar kemur að áfallastjórnun.