KRI_ams_230208_016

Lára Jónasdóttir

Verkefnastjóri hjá Alþjóðamálastofnun og Höfða friðarsetri

Lára hefur áralanga reynslu úr alþjóðasamskiptum og verkefnastjórnun af vettvangi mannúðarmála, almannatenglsa og lýðheilsu. Með áherslu á alþjóðlega verkefnastjórnun hefur m.a. hún unnið hjá Læknum án landamæra (Medecins Sans Frontieres), Sameinuðu Þjóðunum og utanríkisþjónustunni í meðal annars  Ástralíu, Noregi, Palestínu, Nígeríu, Afghanistan og Suður Súdan, auk fleirra landa.

Lára situr nú í stjórn Lækna án landamæra í Noregi. Lára er með bakkalárgráðu í félagsvísindum frá HÍ og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Australian National University og tók með því námi áherslu á friðar- og átakafræði frá PRIO. Þar að auki er hefur hún alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun og sótt fjölda námskeiða á sviði neyðarviðbragða í mannúðarmálum.