Snæfríður er starfandi sérfræðingur hjá Rannsóknasetri um norðurslóðir. Hún er með BA gráðu í kínverskum fræðum frá Háskóla Íslands, MA gráðu í diplómatískum fræðum frá Háskólanum á Möltu og MA gráðu í átaka, öryggis og þróunarfræðum frá King's College í London. Snæfríður starfar einnig sem aðjúnkt í kínverskum fræðum hjá Háskóla Íslands og kennir þar námskeið í kínverskum fræðum en einnig innan stjórnmálafræðideildar.
Rannsóknaráhugi Snæfríðar er m.a. norðurslóðamál, öryggis- og utanríkismál, alþjóðasamskipti, afvopnunarmál, smáríki, kínversk fræði, utanríkismál Kína.