17. maí 2024

Baráttan um Hvíta húsið: Áhrif skautunar á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi fimmtudaginn 23. maí kl. 12:00-13:00 í Odda 101 í Háskóla Íslands

Á þessum opna fundi mun Dr. James A. Thurber fjalla um áhrif skautunar á komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Borið hefur á áhrifum skautunar í kosningabaráttunni þar sem það er sífellt minni samstaða um fjölda mála, líkt og hagstjórn, þungunarrof, málefni innflytjenda, stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs, ógnir við lýðræði og utanríkisstefnu Bandaríkjanna.


Dr. Thurber mun velta upp mögulegum niðurstöðum kosninganna í haust og áhrifum þeirra á stjórnkerfi Bandaríkjanna.

Dr. James A. Thurber er prófessor emeritus við American University í Washington D.C. og einn þekktasti fræðimaður Bandaríkjanna á sínu sviði. Hann hefur skrifað fjölda bóka og meira en 90 fræðigreinar um bandaríska þingið, kosningar og kosningaframboð.

Fundarstýra: Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.