Stjórn

Ný stjórn tók við störfum hjá Alþjóðamálastofnun, Rannsóknasetri um smáríki og Rannsóknasetri um norðurslóðir í byrjun árs 2014. Fjórir fræðimenn frá Háskóla Íslands sitja í stjórn stofnunarinnar, tveir tilnefndir af forseta Félagsvísindasviðs og tveir tilnefndir af forseta Hugvísindasviðs: Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði, Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði, Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku, og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sem jafnframt er formaður stjórnar. Auk þeirra sitja eftirfarandi aðilar í stjórn: Andri Lúthersson frá utanríkisráðuneytinu, Guðmundur Ragnarsson frá Alþýðusambandi Íslands og Kristrún Heimisdóttir fyrir hönd Samtaka iðnaðarins.

Rannsóknasetur um norðurslóðir skipaði sérstaka ráðgjafanefnd vorið 2013. Í nefndinni sitja einstaklingar sem starfa innan fræðasamfélagsins, sérfræðingar hjá hinu opinbera og sérfræðingar sem starfa hjá alþjóðastofnunum. Ráðgjafanefndin kemur saman einu sinni til tvisvar á ári en þess á milli getur starfsfólk rannsóknasetursins leitað til einstakra ráðgjafa hennar eftir því sem við á. Í ráðgjafanefndinni sitja Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði sem jafnframt er formaður hennar, Anna Karlsdóttir lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Arna Bang sérfræðingur hjá Alþingi, Atli Már Sigurðsson sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Auður H Ingólfsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskólan á Bifröst, Bjarni Már Magnússon lektor í lögfræði við Háskólan í Reykjavík, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunnar, Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Embla Eir Oddsdóttir forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands, Gísli Níels Einarsson sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS, Hulda Proppé sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, Jónas Gunnar Allansson deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, Lárus Valgarðsson sérfræðingur hjá Alþingi, Natalia Loukacheva dósent við Univerity of Northern British Columbia, Peter Weiss forstöðumaður hjá Háskólasetri Vestfjarða, Sigríður Huld Bl. Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Arctic Circle, Soffía Guðmundsdóttir aðalritari PAME, Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur við Háskóla Íslands, Tom Barry aðalritari CAFF, Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Valdimar Hafstein dósent í þjóðafræði við Háskóla Íslands og Vilborg Ása Guðjónsdóttir sérfræðingur hjá Alþingi.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, er rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki.