Um stofnunina

Hopmynd_vefurAlþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun. Rannsóknasetur um smáríki og Rannsóknasetur um norðurslóðir starfa innan vébanda Alþjóðamálastofnunar. Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki eru vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði alþjóðamála og smáríkjarannsókna. Rannsóknasetur um norðurslóðir er vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði norðurslóðarannsókna með áherslu á hlutverk og stefnu ríkja og stofnana, og stjórnarhætti á norðurslóðum.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands heyrir undir Félagsvísindasvið og Hugvísindasvið, en stofnunin er með aðsetur á Aragötu 9, 101 Reykjavík.