Fyrri styrkveitingar

 
Verkefnastyrkir veittir í norðurslóðarannsóknir á árinu 2014

Rannsóknasetur um norðurslóðir veitti nýverið styrki til rannsóknarverkefna sem unnar verða í samstarfi við setrið.  Markmið styrkjanna er að efla rannsóknir á norðurslóðum og möguleika framhaldsnema og nýrra fræðimanna, á öllum fræðasviðum, til að vinna að rannsóknarverkefnum um málefni norðurslóða. Fjölmargar hæfar umsóknir bárust en að þessu sinni voru fjórir styrkir veittir. Dr. Marc Lanteigne fékk styrk fyrir verkefni sitt Þéttskipað í norðurhöfum: Vaxandi erindrekstur Kína á norðurslóðum, Dr. Katerina Peterkova fékk styrk fyrir verkefnið Siglingar á norðurslóðum: þörfin á heildstæðara eftirlitskerfi, Dr. Jesse Hastings fyrir verkefnið Asía rís í breyttu norðri: sjónarhornið frá Íslandi. Þá var Evu Balounová, meistaranema við Háskóla Íslands, veittur styrkur fyrir verkefnið Verndun spendýra á norðurslóðum í alþjóðlegum umhverfislögum.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins veittu styrki vegna rannsókna meistaranema í Evrópufræðum á árunum 2008 til 2010.

Hugmyndin að baki styrknum var að byggja upp sérstakan verkefnabanka í Evrópufræðum. Hér má finna nánari útlistun á styrkveitingunum.