Háskóli Norðurslóða
Háskóli Norðurslóða (UArctic) er tengslanet háskóla, rannsóknarstofnanna og annarra stofnanna með tengingu við norðurslóðir. UArctic var stofnað fyrir tilstilli Norðurskautsráðsins með það að markmiði að efla menntun og samstarf á norðurslóðum ásamt því að stuðla að uppbyggingu þekkingar og úrlausna við staðbundum og alþjóðlegum áskorunum sem snerta samfélög og íbúa norðurslóða. Háskóli Íslands er virkur þátttakandi í tengslaneti UArctic og North2North nemendaskiptum. Þá situr Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði í stjórn UArctic og Gunnar Stefánsson, prófessor og forstöðumaður Verkfræðistofnunar gegnir embætti varaforseta rannsókna hjá UArctic. Sem slíkur leiðir Gunnar þverfaglegan hóp fræðimanna sem brenna fyrir málefnum norðurslóða og fer hver þeirra fyrir sínu sérsviði, þessir fræðimenn nefnast UArctic Chairs. Háskóli Íslands styður ennfremur við Háskóla Norðurslóða með vinnuframlagi frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands en því sinna Heiða Ragney Viðarsdóttir og Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir.
Þemamiðuð rannsóknarnet UArctic eru vettvangur fyrir aukna þekkingarsköpun og miðlun um norðurslóðir. Með því að samtvinna fræðilegri og staðbundinni (e. local) þekkingu stuðla rannsóknarnetin að þverfaglegri nálgun við úrlausnir áskoranna á norðurslóðum.
Fræðimenn frá Háskóla Íslands eru þátttakendur í eftirfarandi rannsóknarnetum:
Nánari upplýsingar um rannsóknarnet UArctic má finna hér

UArctic Congress er haldið annað hvert á en að þessu sinni fer það fram í Þórshöfn í Færeyjum dagana 26. til 29. maí. 2026. Þingið er haldið af Háskólanum í Færeyjum (Setur), í samvinnu við Utanríkis-, Iðnaðar og Vinnumálaráðuneytið og Hafrannsóknarstofnun Færeyja (Havstovan)
Nánari upplýsingar hér.
North2North er vettvangur tækifæra til skiptináms, og nemendaskipta í ólíkum hlutum norðursins. Upplifðu lífið í öðru norðri með því að velja north2north samstarfsskóla í þínu skiptinámi.
Í gegnum North2north skiptinám færðu m.a. tækifæri til þess að velja úr áföngum sem tengjast norðurslóðum á einn eða annan hátt og öðlast hæfni og innsýn sem getur nýst í framtíðarnámi og/eða starfi