Nordplus styrkti Sumarskóla Smáríkja sem haldið var af Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands dagana 11.–16. ágúst, 2025.
Tuttugu nemendur frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum komu saman í eina viku Reykjavík og tóku þátt í þéttskipulagrði dagskrá af fyrirlestrum, umræðum og heimsóknum sem fjölluðu um hlutverk smáríkja og öryggisáskoranir á Norður-Atlantshafi.
Auk fyrirlestra frá prófessorum frá samstarfsskólunum fengu þátttakendur tækifæri til að heimsækja forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, á Bessastöðum, sem og öryggisstöðina í Keflavík.
Námskeiðið í ár markaði annað árið í þriggja ára Nordplus styrksins. Við þökkum þessum metnaðarfulla hópi nemenda sem tóku þátt í ár og hlökkum til að taka á móti nýjum hópi nemenda í Reykjavík í ágúst 2026!
Öryggisumhverfið á Norður-Atlantshafi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum sem hefur haft áhrif á stefnumótun smáríkja og öryggismál á svæðinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hefur stuðningur við NATO aukist og með inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í bandalagið hefur norræna og baltneska svæðið orðið samþættara í öryggismálum en nokkru sinni fyrr. Á þessum ólgutímum hefur aldrei verið eins mikilvægt að þjálfa unga fræðimenn og framtíðarleiðtoga í varnarmálum og öryggisáskorunum.
Markmið Nordplus námskeiðsins er að undirbúa framtíðarsérfræðinga og fræðimenn fyrir þær öryggisáskoranir sem blasa við. Tilgangurinn er að veita nemendum bæði sérhæfða þekkingu á helstu öryggisáskorunum samtímans og almenna rannsóknarfærni. Rannsóknir eru undirstaða upplýstrar ákvarðanatöku og mikilvægt tæki til að dýpka skilning okkar á stöðunni og takast þannig betur á við breytingar á alþjóðavettvangi.
Samstarfsháskólar