Sumarskóli rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands hefur verið haldin árlega frá árinu 2003. Í ár og í fyrra var megináhersla lögð á öryggis- og varnarmál smáríkja í Norður-Atlantshafi, en námskeiðið er styrkt af Nordplus.
Öryggisumhverfið á Norður-Atlantshafi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum sem hefur haft áhrif á stefnumótun smáríkja og öryggismál á svæðinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hefur stuðningur við NATO aukist og með inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í bandalagið hefur norræna og baltneska svæðið orðið samþættara í öryggismálum en nokkru sinni fyrr. Í ljósi þessara breytinga og vaxandi óvissu er brýnna en nokkru sinni fyrr að efla þekkingu og hæfni ungra fræðimanna og framtíðarleiðtoga til að takast á við flóknar varnar- og öryggisáskoranir.
Nordplus námskeiðið miðar að því að undirbúa næstu kynslóð sérfræðinga og fræðimanna fyrir þær áskoranir sem blasa við í síbreytilegu alþjóðlegu öryggislandslagi. Nemendur fá bæði djúpa innsýn í helstu öryggismál samtímans og þjálfun í rannsóknaraðferðum sem styrkja gagnrýna hugsun og upplýsta ákvarðanatöku.
Rannsóknir eru lykillinn að því að skilja flókin málefni og móta árangursríkar lausnir, og gegna því lykilhlutverki í að takast á við þær breytingar sem eiga sér stað á alþjóðavettvangi