Þann 7. mars 2023 komu rannsakendur verkefnisins Áfallastjórnun í COVID-19 faraldrinum: Stjórnarhættir og leiðtogahæfni saman í húsakynnum Alþjóðamálastofnunar með það að markmiði að kortleggja verkefnið og setja upp verklag næstu þriggja ára.

Þar að auki skilgreindi teymið rannsóknarramma og ákvarðaði greiningarþemu. Farið var um víðan völl og deginum lauk með heimsókn til Almannavarna þar sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra tók á móti hópnum. Að því loknu var tilefni til að skála fyrir skilvirkum og góðum fundi.
