Háskóli norðurslóða (UArctic) og Háskóli Íslands standa árlega fyrir opnu málþingi um áskoranir norðurslóða en málþingið fór fram þann 15. október s.l. í aðdraganda Arctic Circle. Viðburðurinn fór fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands og var opinn öllum.
Á málþinginu, sem er hliðarviðburður við hið árlega Hringborð norðurslóða (Arctic Circle Assembly), koma saman innlendir og erlendir fræðimenn og sérfræðingar til að ræða brýn viðfangsefni sem snúa að framtíð norðurslóða.
Að þessu sinni verður sjónum beint að stöðu stjórnkerfis og öryggismála á norðurslóðum, freðhvolfinu og áhrifum hlýnunar á náttúru og samfélag, áskoranir brothættra byggða á svæðinu og samstarfi menntastofnana á norðurslóðum.
Vaxandi áhrif loftslagsbreytinga, aukin spenna á alþjóðavettvangi og félagslegar umbreytingar hafa leitt til þess að norðurslóðir standa nú á krossgötum.
Þessar spurningar kalla á þverfræðilega nálgun og samtal milli ólíkra aðila. Málþingið er vettvang fyrir slíka umræðu og er áhersla lögð á að miðla fjölbreyttri þekkingu og reynslu.
Viðburðurinn fór fram á ensku.
Silja Bára Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands býður gesti velkomna og Lars Kullerud, forseti UArctic opnar viðburðinn
Norðurskautsráðið, undirstaða samvinnu á norðurslóðum, er undir vaxandi álagi vegna aukinnar spennu milli ríkja á svæðinu.
Í þessari málstofu verður fjallar um áhrif vaxandi alþjóðlegrar spennu á vísindasamstarf og svæðisbundinn stöðugleika á norðurslóðum. Hvar verða langtímaáhrif af innrás Rússlands í Úkraínu og minnkandi fjölþjóðasamvinnu Bandaríkjanna á samvinnu ríkja á norðurslóðum? Hverjar eru framtíðarhorfurnar?
Málstofustjóri er Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
Erindið flytur John Holdren
Frosin vistkerfi norðurslóða – jöklar, sífreri og hafís – hverfa á ógnarhraða með djúpstæðum afleiðingum fyrir vistkerfi, innviði og menningararf. Í þessi málstofu verður fjallað um keðjuverkandi áhrif hnignunar freðhvolfsins á norðurslóðum og er áhersla lögð á mikilvægi þverfaglega rannsókna og samstarfs til að byggja upp getau til að styðja við samfélög á norðurslóðum semtakast á við hraðar umhverfisbreytingar.
Málstofustjóri er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisfræðingur og fyrrum ráðherra.
Erindið flytur Alex Stitt, forstöðumaður Heritage Centre hjá Lloyd's Register Foundation
Dreifbýl svæði á norðurslóðum verða sífellt fyrir vaxandi álagi vegna umhverfisbreytinga, innviðaskuldar, takmarkaðs aðgengis að heilbrigðisþjónustu og stefnu sem oftar en ekki tekur lítið mið af sjónarhorni heimamanna. Í þessari málstofu leiðum við saman fræðimenn og sérfræðinga til að skoða hvaða afleiðingar þessi þróun hefur á afskekktari byggðir norðurslóða og hvernig hægt er að styðja við aukninn viðnámsþrótt svæðanna.
Málstofustjóri er Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, deildarstjóri hjá deild mentunar og margbreytileika hjá Háskóla Íslands
Norðurslóðir standa frammi fyrir fordæmalausum áskorunum tengdum umhverfis og samfélagsbreytingum og óstöðugleika í stjórnmálum. Þessi staða hvetur til umræðu um mikilvægi nýrrar þekkingar, öflugra menntastofnana og þekkingarmiðlunar. Háskólamenntun á norðurslóðum er lykilatriði til að styrkja leiðtogahlutverk íbúa svæðisins og skapa sjálfbæra framtíð.
Í þessari málstofu munu fræðimenn og kennara fara yfir sína sýn á framtíð háskólastarfs á norðurslóðum og möguleika til samvinnu á svæðinu, áskoranir í nútíma skólastarfi og hvernig hægt sé að mæta áskorunum á norðurslóðum í gegn um rannsóknir og kennslu.
Málstofustjóri er Ann-Sofie Nielsen Gremaud, dósent í dönsku við Háskóla Íslands