ARCADE bakgrunnsmynd

ARCADE

Rannsóknasetur um norðurslóðir

ARCADE leitast við að finna nýstárlegar leiðir til þess að takast á við áskoranir norðurslóða á umbrotatímum með námskeiði sem að leggur áherslu á að efla leiðtogahæfni og skapandi lausnir frá þverfræðilegu sjónarhorni.

Vilt þú sækja um þátttöku í ARCADE?

Um verkefnið

ARCADE: The Arctic Academy for Social and Environmental Leadership er 10 mánaða langt námskeið fyrir 12 meistara- og doktorsnema af öllum sviðum sem fjallar um þær miklu áskoranir sem nú steðja að norðurslóðum. Námskeiðið er 10 ECTS einingar.

ARCADE tekur fyrir þær miklu áskoranir sem að nú steðja að norðurslóðum með því að leggja áherslu á nýstárlegar lausnir sem byggja á þverfræðileika. Nemendur fá leiðtogaþjálfun sem meðal annars felst í því að þjálfa framkomu og hvernig best er að standa að miðlun upplýsinga til stjórnmálamanna og fjölmiðla.

Nemendur taka þátt í þremur vikulöngum námskeiðum á Íslandi, í Noregi og á Grænlandi þar sem þeir öðlast dýpri skilning á þeim fjölþættu áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa á norðurslóðum. Nemendur vinna jafnt og þétt að einstaklings- og hópverkefnum undir leiðsögn sérfræðinga. Námskeiðið samanstendur af þremur staðbundnum vikulöngum námskeiðum. Á milli staðbundnu námskeiðana verða reglulegir fundir á netinu þar sem verður meðal annars boðið uppá kynningar frá fræðimönnum um áskoranir norðurslóða út frá ólíkum fræðasviðum. Þá verður vinnustofa á netinu í september þar sem að lögð verður áhersla á hvernig skal kynna rannsóknir í ræðu og riti. Niðurstöður lokaverkefnis verða kynntar á þingi Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle í október 2024.

  • Námskeið er fyrir meistara- og doktorsnema af öllum sviðum
  • Kostnaður við ferðalög og gistingu er greiddur af Erasmus+ sjóðnum
  • Námskeiðið er 10 ECTS einingar.

Kynningarmyndband ARCADE

Markmið

Markmið ARCADE er að bjóða upp á þverfaglegt námskeið sem að styður við nýsköpun og byggir á vönduðum rannsóknum ólíkra fræðasviða til þess að bregðast við þeim margvíslegu áskorunum sem steðja að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga.

ARCADE mun:

  • Hvetja nemendur frá ólíkum fræðasviðum til þess að dýpka skilning sinn á þeim áskorunum sem steðja að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga og þeirra félagslegu jafnt sem pólitísku áhrifa sem að loftslagsbreytingar hafa á norðurslóðum.
  • Þjálfa nemendur í að miðla rannsóknum sínum til stjórnmálamanna í formi stefnumótunartillagna, til þess að hvetja nemendur að leggja sitt af mörkum til upplýstrar stefnumótunar og taka þátt í lýðræðislegri stjórnmálaumræðu.
  • Styrkja samstarf þeirra fimm stofnana og félagasamtaka sem standa að verkefninu með það að markmiði að styðja við og auðga rannsóknarstarf á norðurslóðum

Tímalína

5 nóvember, 2023

Umsóknarfrestur rennur út

Desember 2023

Nemendur námskeiðsins valdir

Námskeið kynnt og fyrsti fundur hópsins á netinu

24 - 30 janúar 2024

Fyrsta staðbundna vikulanga námskeiðið fer fram í Tromsø, Noregi. Þema námskeiðsins verður: "Skilgreining á öryggisáskorunum norðurslóða"

Leiðtogaþjálfun hefst

Febrúar - maí 2024

Reglulegir fundir á netinu þar sem verður meðal annars boðið uppá kynningar frá fræðimönnum um áskoranir norðurslóða út frá ólíkum fræðasviðum.

26 maí - 1 júní 2024

Annað staðbundna vikulanga námskeiðið fer fram í Reykjavík og á suðurströnd Íslands. Þema námskeiðsins verður "Aðgerðir til þess að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum á norðurslóðum"

18 - 24 ágúst 2024

Þriðja staðbundna vikulanga námskeiðið fer fram á vestur Grænlandi. Þema námskeiðsins verður "Félagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga á norðurslóðum"

September 2024

Vinnustofa,fram á netinu, þar sem að lögð verður áhersla á hvernig skal kynna rannsóknir í ræðu og riti. Vinnustofunni er stýrt af The Arctic Initiative við Harvard Kennedy skólann.

17 - 19 október 2024

Niðurstöður lokaverkefnis kynntar á þingi Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle

Hæfniviðmið að námskeiðinu loknu

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur geti:

  • Sýnt fram á skilning á fjölhliða áskorunum sem að snúa að norðurslóðum, bæði svæðisbundnum jafnt sem hnattrænum.
  • Á gagnrýnin hátt sýnt fram á skilning á notkun á nýstrárlegum og þverfræðilegum aðferðum til þess að takast á við áskoranir norðurslóða
  • Greint hvaða tækifæri felast í því að hafa áhrif á stefnumótun á norðurslóðum og hvernig eigi að nálgast stefnumótendur til þess að hafa áhrif
  • Lagt mat á tækifæri ungra fræðimanna til þess að taka að sér leiðtogahlutverk á norðurslóðum

Samstarfsaðilar

Að námskeiðinu koma Rannsóknasetur um norðurslóðir og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Ilisimatusarfik háskólann í Nuuk, UiT háskóla norðurslóða í Tromsø, Arctic Initiative við Kennedy skólann við Harvard háskóla og Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.

Þakkir