Vinnustofa um málefni hafsins og alþjóðlegt vísindasamstarf fer fram þriðjudaginn 23. september 2025. Markmiðið með vinnustofunni er að skapa opinn vettvang fyrir samtal um helstu áskoranir og rannsóknargetu hérlendis um málefni hafsins, efla vísindasamstarf og styrkja sókn íslenskra aðila í erlenda samkeppnissjóði.
Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Norðurslóðanet Íslands og Rannís standa að vinnustofunni sem er önnur í röð fjögurra vinnustofa verkefnisins Sterkari staða norðurslóðarannsókna á Íslandi. Vinnustofuröðin miðar að því að efla samtal og samráð rannsóknarumhverfisins hérlendis um málefni norðurslóða og er fjármagnað af samstarfssjóði háskóla á vegum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.
Vinnustofan fer fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri, 23. september frá kl. 8:30–16:00.Vinnustofan fer fram á íslensku og er opið fyrir skráningu til 12. september næstkomandi fyrir fulltrúa frá háskólum og rannsóknarstofnunum á Íslandi. Skráning fer fram hér hér.
08:30 Mæting og kaffi
08:40 Opnun vinnufundar
Tom Barry, forseti Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, Ríkey Þöll Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um norðurslóðir, Háskóli Íslands
08:45 Áskoranir og framlag rannsókna
Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni og formaður vísindanefndar um loftslagsmál
09:00 Arctic Marine Cooperation and the Arctic Council
Kári Fannar Lárusson, verkefnastjóri, CAFF - starfshóps Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis Norðurskautsins
09:15 Hlutverk norðurslóða í hafrannsóknum við Ísland
Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og formaður vinnuhóps Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar um hafvísindi
09:30 Research Planning: from ICARP IV to IPY-5
Federica Eyja Scarpa, samskiptastjóri Alþjóðlegu Norðurskautsvísindanefndarinnar, Johanna Maria Franke, verkefnastjóri Alþjóðlegu Norðurskautsvísindanefndarinnar
09:45 Tækifæri í alþjóðlegum styrktarsjóðum á sviði haf- og norðurslóðatengdra málefna
Egill Þór Níelsson, Kolbrún Bjargmundardóttir og Björg María Oddsdóttir, sérfræðingar á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís
10:00 Kaffihlé
10:10 Kynning á verklagi vinnuhópa
10:15 Fyrsta umræða vinnuhópa: Loftslagsbreytingar, viðnámsþróttur vistkerfa og sjálfbær nýting auðlinda hafsins
11:30 Kynning á niðurstöðum vinnuhópa úr fyrstu umræðu
12:00 Hádegismatur
13:00 Kynning á verkefnum háskólanna
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Háskólinn á Hólum
Catherine Chambers, Háskólasetur Vestfjarða
Marianne Helene Rasmussen, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík
Steingrímur Jónsson, Háskólinn á Akureyri
14:00 Önnur umræða vinnuhópa: Mengun á norðurslóðum og heilbrigði hafsins á Íslandi
15:00 Kynning á niðurstöðu vinnuhópa úr annarri umræðu
15:15 Lokaorð
Tom Barry, forseti Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, Ríkey Þöll Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um norðurslóðir, Háskóli Íslands
15:30 - 16:00 Léttar veitingar - tengslaviðburður
* Eftir fundalok og léttar veitingar heldur tengslaviðburðinn áfram á Centrum Lounge í miðbæ Akureyrar