Umræðan um frið, afvopnun og friðsamlega lausn deilna hefur sjaldan verið mikilvægari. Friður er forsenda velferðar, jafnréttis, umhverfisverndar og félagslegs stöðugleika. Höfði friðarsetur í samstarfi við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni býður þér að taka þátt í friðarráðstefnunni The Imagine Forum: Nordic Solidarity for Peace í Hörpu dagana 10-11.október 2023 þar sem rætt verður um framtíðarsýn Norðurlanda um sjálfbæran frið.