7. jan. 2026

Stormur í aðsigi? Sviptingar í alþjóðastjórnmálum

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudaginn 8. janúar kl. 12:15 – 13:15
Um fundinn

Í kjölfar árásar Bandaríkjanna á Venesúela og orðræðu bandarískra leiðtoga um yfirtöku Grænlands er spennan að ná hámarki í alþjóðakerfinu. Stórveldapólitík festir sig í sessi með tilheyrandi hervæðingu og vopnakapphlaupi þar sem smærri ríki mega sín lítils.

Hvað þýðir þessi breytta heimsmynd fyrir smáríki eins og Ísland sem á allt undir því að ríki heimsins virði alþjóðalög og fullveldi ríkja? Hvernig á Ísland að haga samskiptum við sín helstu bandalagsríki undir þessum kringumstæðum? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þeim stoðum sem varnir og öryggi landsins byggja á?

Þátttakendur í pallborði eru Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, Svanhildur Þorvaldsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, framkvæmdastjóri Courage International og fyrrverandi alþingismaður.

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, stjórnar umræðum.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Félag stjórnmálafræðinga. Öll velkomin en vinsamlegast skráið þátttöku hér.