10. sept. 2025

Öryggi Íslands til framtíðar: Áherslur í varnar- og öryggismálum

Á þessum opna viðburði verður ný skýrsla samráðshóps þingmanna um áherslur og inntak í stefnu varnar - og öryggismála kynnt. Föstudaginn 12. september frá klukkan 09:00 - 10:30 í Veröld húsi Vigdísar
Um viðburðinn

Opinn fundur á vegum utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í Veröld Húsi Vigdísar, Háskóla Íslands

Ísland stendur frammi fyrir fjölbreyttum og síbreytilegum öryggisáskorunum, bæði til skemmri og lengri tíma. Hverjar eru þessar áskoranir og hvers konar varnarviðbúnað og getu þarf til að tryggja öryggi landsins? Á þessum opna viðburði verður ný skýrsla samráðshóps þingmanna um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum kynnt. Settar eru fram fjórtán lykiláherslur í skýrslunni sem samráðshópur þingmanna leggur til að stefna í varnar- og öryggismálum grundvallist á.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun fjalla um niðurstöður samráðshópsins og næstu skref, en stefnt er að því að formleg stefna á grunni niðurstaðna hópsins verði lögð fram á næstu vikum.

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formaður samráðshópsins kynnir meginniðurstöður hópsins.

Pallborðsumræður: Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar, Sigurður Helgi Pálmason, fulltrúi Flokks fólksins, Ingibjörg Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Öll velkomin en vinsamlegast skráið ykkur hér https://forms.office.com/e/jkwSUky5a5

Kaffiveitingar í boði frá 08:30 - 09:00