27. ág. 2025

Morgunverðarfundur: 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna

Opinn umræðufundur í tilefni 80 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna.
Um fundinn

Dagsetning: 10. september 2025

Húsið opnar: 8:45 með morgunhressingu

Tímasetnin: 9:15 - 10:30

Staðsetning: Norræna húsið

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, boðar til opins morgunverðarfundar í Norræna húsinu 10. september í tilefni af 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna.

Fundurinn er vettvangur fyrir umræðu um fjölþjóðasamstarf, með sérstakri áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, og hvernig Ísland getur lagt sitt af mörkum og brugðist við áskorunum framtíðarinnar. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi.Sérstök áhersla verður lögð á mikilvægi stofnunarinnar til að efla og tryggja samstöðu á alþjóðavettvangi, auk þess sem rætt verður um hvaða tækifæri og ábyrgð smáríki eins og Ísland hafa í fjölþjóðlegu samstarfi.

Til að hefja umræðuna munu fjórir sérfræðingar deila hugleiðingum sínum um SÞ út frá sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að erindum loknum mun fundarstjóri beina spurningum til frummælenda áður en opnað verður fyrir spurningar og umræður úr sal.

Frummælendur á fundinum verða:

  • Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Íslands (2016-2024)
  • Árni M. Mathiesen, sérfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) og fyrrverandi ráðherra
  • Helen María Ólafsdóttir, Ráðgjafi í öryggis- og þróunarmálum
  • Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Formaður Landverndar

Fundarstjóri: Bogi Ágústsson, Fjölmiðlamaður

Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á alþjóðamálum, stjórnmálum, mannréttindum og framtíðarsýn Íslands á alþjóðavettvangi – hvort sem það eru embættismenn, fræðafólk, nemendur eða almenningur sem fylgist með starfi Sameinuðu þjóðanna.

Húsið opnar klukkan 8:45 með morgunhressingu en fundurinn hefst klukkan 9:15. Hvetjum gesti til að skrá sig hér til að hægt sé að áætla kaffiveitingar. 

80 ára afmæli