Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar og Stjórnmálafræðdeildar Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. nóvember frá kl. 12:00–13:00 í Lögbergi 101.
Á þessu opna fundi mun prófessor Owen Worth, forseti stjórnmála- og stjórnsýsludeildar við Háskólann í Limerick, fjalla um stöðu Íslands út frá heimsmynd nýfrjálshyggjunnar í ljósi endurtekinna hagsveifla hér á landi.
Í erindinu verður fjallað um uppgangs- og hnignunartímabil Útrásarvíkinganna hér á landi í tengslum við fjármálakreppuna árin 2007–2009.
Owen Worth heldur því fram að tímabilið endurspegli sögulegt mynstur íslensks hagkerfis sem reiðir sig mikið á útflutningsdrifin vöxt sem veldur að lokum kreppu. Þó að þetta mynstur hafi skapað nokkurn skammtímastöðugleika innan ramma nýfrjálshyggjunnar býr það um leið yfir þeim þáttum sem geta leitt til nýrra efnahagslegra áfalla. Fyrirlesararnir halda því fram að það sé talið eðlilegt ástand innan nýfrjálshyggjunnar að miklum efnahagslegum vexti fylgi kreppa, en að slíkt mynstur grafi um leið undan sjálfum forsendum hennar.
Prófessor Owen Worth er forseti stjórnmála- og stjórnsýsludeildar við Háskólann í Limerick. Rannsóknir hans fjalla um alþjóðlega stjórnmálahagfræði og alþjóðastjórnmál. Hann er ritstjóri tímaritsins Capital & Class, sem gefið er út af Sage.
Fundarstjóri er Gylfi Magnússon, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.