23. jan. 2026

Grænland, Trump og Auðmennirnir

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Þriðjudaginn 27. janúar í Odda 101 frá kl. 12 til 13
Grænland, Trump og Auðmennirnir

Gildandi samningar milli Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands, sem og utanríkis-, öryggis- og varnarmálastefna Grænlands, veita Bandaríkjunum víðtækt svigrúm til að semja um það sem Bandaríkin gætu viljað eða þurft frá Grænlandi. Hvað býr að baki ásælni Trumps um að “eiga” Grænland – og hvers vegna núna?

Í þessu erindi heldur Page Louise Wilson því fram að tímasetning og eðli krafna Trumps varðandi Grænland tengist ekki raunverulegum þjóðar-, efnahags- eða öryggishagsmunum Bandaríkjanna, heldur snúist alfarið um að styrkja hans pólitíska valdsvið.

Page Louise Wilson er öryggisfræðingur og dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 

Fundarstjóri er Galadrielle Pommereau, doktorsnemi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Öll velkomin, vinsamlegast skráið ykkur hér:
https://forms.office.com/e/yebFq5AUq1

Athugið að fundurinn fer fram á ensku.