Föstudaginn 8. mars kl. 13:00-14:00 í Odda 101, Háskóla Íslands
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Félags stjórnmálafræðinga og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands
Árið 2024 er kosningaár í Bretlandi. Eftir 14 ára valdatíð Íhaldsflokksins lítur allt út fyrir að stjórn hans missi meirihluta sinn, en skoðanakannanir gera ráð fyrir stórsigri Verkamannaflokksins í komandi kosningunum. Verði það raunin, mun það verða fyrsta kjörtímabil Verkamannaflokksins í stjórn eftir Brexit og Covid faraldurinn
Á þessum opna fundi munu Matt Beech og Kevin Hickson fjalla um hið breytta pólitíska landslag breskra sjórnmála með því að líta til sögulegra, hugmyndafræðilegra og menningarlegra þátta. Þeir munu greina arfleifð hins langa valdatímbils Íhaldsflokksins og hvers megi búast við af væntanlegri stjórn Verkamannaflokksins undir forystu Sir Keir Starmers.
Dr. Matt Beech, sérfræðingur í breskum stjórnmálum og forstöðumaður Centre for British Politics, University of Hull
Dr. Kevin Hickson, sérfræðingur í breskum stjórnmálum, University of Liverpool
Fundarstjóri: Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emiritus við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
*Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.