Taktu þátt í öðrum af fjórum fundum í viðburðaröð sem varpar ljósi á áhrifin af starfi GRÓ skólanna sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, á sviðum þar sem Ísland hefur sérþekkingu. GRÓ gegnir lykilhlutverki í þróunarsamvinnu Íslands, og á þessum fundi verður sjónum sérstaklega beint að starfsemi Sjávarútvegsskóla GRÓ. Skólinn var stofnaður árið 1997 og hefur það markmið að efla getu í sjávarútvegi með fræðslu, menntun, rannsóknum og miðlun þekkingar til sérfræðinga í samstarfslöndum.
Hvaða vísbendingar má sjá um sjálfbæra þróun í sjávarútvegi í samstarfslöndum GRÓ FTP? Hvernig hafa þátttakendur nýtt sér þekkingu og reynslu frá sex mánaða námi sínu á Íslandi til að hafa jákvæð áhrif heima fyrir?
Komdu og hlustaðu á fyrrum þátttakendur segja frá upplifun sinni, árangri og sýn á það hvernig markviss þjálfun, fræðsla og uppbygging færni getur stuðlað að raunverulegum framförum í alþjóðlegri þróun.
Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn
Viðburðurinn fer fram á ensku sjá dagskrá neðar
Skráning fer fram hér: https://forms.office.com/e/aVXjYauJf2
Fyrir þá sem eru staðsettir utan Akureyrar og sjá sér ekki fært að mæta verður viðburðinum streymt hér: https://eu01web.zoom.us/j/62288305577